fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Veist þú um hús eða lóðir sem verðskulda viðurkenningu?

Íbúar og hverfisráð fá tækifæri til að koma með hugmyndir að húsum og lóðum

Kristín Clausen
Mánudaginn 20. mars 2017 17:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst, eða sem næst þeim degi á ári hverju, eru veittar viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og snyrtilegar þjónustu-, stofnana- og fjölbýlishúsalóðir. Í ár verður í fyrsta sinn leitað eftir hugmyndum frá íbúum og hverfisráðum við val á húsum og lóðum sem þykja verðskulda að fá Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2017.

Hátíðleg athöfn í Höfða

Veittar eru viðurkenningar fyrir endurbætur á 1 – 3 eldri húsum frá ýmsum tímum og fyrir 4 – 5 lóðir þjónustu-, stofnana- og fjölbýlishúsa. Auk þess hafa á undanförnum árum verið veittar viðurkenningar fyrir vel útfærð svæði fyrir utan verslanir við „sumargötur“, þ.e. götur, sem eru göngugötur á sumrin.

Viðurkenningarnar eru svo afhentar við hátíðlega athöfn í Höfða í tengslum við afmæli Reykjavíkurborgar sem er 18. ágúst á ári hverju. Ekki er um að ræða verðlaun í formi fjármagns, heldur er eingöngu verið að veita viðurkenningu og hrósa viðkomandi eigendum/ lóðarhafa fyrir þeirra framlag til að bæta útlit og borgarmynd viðkomandi lóða og bygginga.

Í ár verður sú breyting gerð á að nú fá íbúar og hverfisráð tækifæri til að koma með hugmyndir að húsum og lóðum sem þykja verðskulda að fá Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar.

Óskað er eftir hugmyndum fyrir 15.apríl 2017 og skal senda hugmyndir á skipulag@reykjavik.is eða á tölvupósti til neðangreindra verkefnisstjóra, merkt fegrunarviðurkenningar 2017.

Vinnuhópur sem skipaður er fulltrúum frá umhverfis- og skipulagssviði og Borgarsögusafni velja svo úr innsendum tillögum þau hús og lóðir sem fá viðurkenningu.

Vinnuhópinn fyrir árið 2017 skipa eftirtaldir aðilar:

Fyrir endurbætur á eldri húsum:
Margrét Þormar, arkitekt (margret.thormar@reykjavik.is)
María Gísladóttir, arkitekt (Maria.Gisladottir1@reykjavik.is)

Fyrir fallegar og vel skipulagðar lóðir:
Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt (bjorn.ingi.edvardsson@reykjavik.is)
Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður (edda.Ivarsdottir@reykjavik.is)

Hægt að skoða eldri viðurkenningar og fyrirkomulag á heimasíðu: www.reykjavik.is/fegrunarvidurkenningar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu