fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Jón fær nýjan Land Crusier ráðherrajeppa

Kostaði 10,7 milljónir – Kaupverð nýrra ráðherrabíla nálgast hundrað milljónir á rúmum tveimur árum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. mars 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innanríkisráðuneytið hefur fest kaup á nýjum Toyota Land Cruiser 150 VX-jeppa fyrir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Jeppinn var keyptur 1. mars síðastliðinn og var kaupverðið 10.683.700 krónur samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu.

Vantaði ráðherrabíl

Eftir fjölgun ráðherra við myndun núverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar úr tíu í ellefu var ljóst að kaupa þyrfti nýjan ráðherrabíl fyrir einn þeirra líkt og DV greindi frá í lok janúar. Það kom í hlut innanríkisráðuneytisins að kaupa þann bíl fyrir Jón en ráðherrar ráðuneytisins eru nú tveir eftir að því var skipt upp og Sigríður Á. Andersen gerð að dómsmálaráðherra. Hún fékk BMW X5-jeppa ráðuneytisins sem keyptur var vorið 2016.

Jóni hefur verið ekið um á leigubíl frá því að hann settist í ráðherrastól í janúar og mætti einmitt á Chrysler-leigubifreið til fyrsta ríkisráðsfundar stjórnarinnar á Bessastöðum 11. janúar. DV fékk þær upplýsingar frá ráðuneytinu í lok janúar að verið væri að skoða kaup á nýjum ráðherrabíl fyrir Jón. Þau kaup eru nú frágengin að undangengnu útboði Ríkiskaupa.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Jón Gunnarsson Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hundrað milljóna flotinn

Land Cruiser-jeppinn er níundi nýi ráðherrabíllinn sem keyptur hefur verið síðastliðin rúmlega tvö ár. Kostnaðurinn við endurnýjun ráðherrabílaflotans stendur nú í 97,7 milljónum króna.

Ljóst er að fljótlega þarf að endurnýja tvo síðustu ráðherrabílana í flotanum sem komnir eru til ára sinna og orðnir lúnir svo heildarkostnaðurinn við ráðherrabílakaup mun að líkindum rjúfa 100 milljóna króna markið á kjörtímabilinu og gott betur.

Það er velferðarráðuneytið sem eftir á að endurnýja ráðherrabifreiðar sínar tvær, sem báðar eru orðnar níu ára gamlar og hafa hingað til þjónað heilbrigðisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra. Óttarr Proppé, nýr heilbrigðisráðherra, er sem stendur á Volvo XC90, árgerð 2008, og Þorsteinn Víglundsson, nýr félags- og jafnréttismálaráðherra, á Land Rover Freelander 2, einnig árgerð 2008.

Ekki grænn kostur

Nýr ráðherrajeppi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er sjálfskiptur dísilbíll, 177 hestöfl og eyðir 9,2 lítrum/100 km. í innanbæjarakstri, 6,3 lítrum í utanbæjarakstri og 7,4 lítrum í blönduðum akstri.

Mörg ráðuneytanna hafa í endurnýjun bifreiða sinna veðjað á tengitvinnbíla, sem ganga bæði fyrir rafmagni og eldsneyti, og eru bæði sparneytnari og umhverfisvænni. Samanborið við þá ráðherrabíla er ljóst að Land Cruiser-jeppi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er ekki mjög grænn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Í gær

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Í gær

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn

Snorri pirraður á því hvernig RÚV talar um Miðflokkinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð