Það mætti segja að veturinn hafi loksins látið sjá sig í Reykjavík í morgun. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mældist snjódýptin í Reykjavík 51 cm í morgun. Það er nýtt met fyrir febrúar en gamla metið var 48 cm og er frá árinu 1952. Mesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík er 55 cm en það var 18 janúar 1937. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ítreka að fólk reyni ekki að fara af stað fyrr en búið er að ryðja snjó af götum. Fólk keppist nú við að birta myndir á samfélagsmiðlum af vetrarríkinu og þá er best að halda sig heima og njóta fegurðarinnar.