fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Kalla þurfti út björgunarsveit upp í Heiðmörk út af bílum sem voru fastir í hálku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. desember 2017 23:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveit Hafnarfjarðar var boðuð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Tveir hópar björgunarsveitafólks voru komnir á vettvang um klukkan átta.

Flughált var á þessum slóðum í kvöld og var ekki talið heppilegt að reyna að koma bílunum í burtu, sem flestir voru fólksbílar. Því voru 11 manns fluttir af vettvangi og aðstoðaðir við að komast til byggða en bílar þeirra skildir eftir.

Þegar verkefnum var lokið á vettvangi, fór björgunarsveitafólkið akandi um alla helstu vegi í Heiðmörk og gengu úr skugga um að ekki væru fleiri í vanda. Rétt fyrir tíu var aðgerðum lokið og allir hópar komnir til baka í hús björgunarsveitarinnar.

Veginum hefur verið lokað, eins og komið hefur fram í tilkynningum frá lögreglu. Meðfylgjandi myndir frá vettvangi sendi Landsbjörg til fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming