fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Dagur er grunaður um að hafa stungið Klevis í hjartað: „Þakklát íslensku þjóðinni fyrir hjálpina“

Ung kona kom til bjargar á Austurvelli – Minningarathöfn á sunnudaginn – Deilt um atburðarás

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 15. desember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann var að reykja sígarettu fyrir utan bar og maður rétt hjá honum var grátandi. Hann bauð manninum hjálp sína en fékk í sig hníf með hvössu blaði.

Ung kona kom til bjargar á Austurvelli þegar piltur um tvítugt frá Albaníu var stunginn í hjartað. Konan var á ferð á Austurvelli um klukkan hálf sex aðfaranótt sunnudagsins 3. desember þegar hún kom auga á þrjá menn í jörðinni fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni. Í fjarlægð í fyrstu taldi hún að tveir menn væru að lúskra á einum. Hún hrópaði til þeirra og tók þá einn þremenninganna á rás með vopnaðan mann á eftir sér. Í jörðinni lá Klevis Sula í blóði sínu. Hann var aðeins tvítugur að aldri, fæddur 31. mars árið 1997. Hann var stunginn í hjartað og lést fyrir viku síðan af sárum sínum. Maðurinn sem stakk Klevis og lagði með hnífnum til vinar hans heitir Dagur Sigurjónsson og varð 25 ára í gær. Hann situr enn í varðhaldi. Vinur Klevis hefur verið útskrifaður af Landspítalanum. Hann birti sorgarborða á Facebook-síðu sinni.

Deilt um atburðarás

Er grunaður um að hafa stungið Klevis Sula í hjartað á Austurvelli.
Dagur Hoe Sigurjónsson Er grunaður um að hafa stungið Klevis Sula í hjartað á Austurvelli.

Ekki kemur öllum saman um arburðarás kvöldið örlagaríka. Aðstandendur Dags tjáðu sig við DV á fimmtudag. Vildu þau meina að Dagur ætti sér ekki sögu um ofbeldi. Þá sögðu þau Dag hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás nokkrum vikum áður og eftir það byrjað að ganga með hníf á sér öllum stundum. Á ættingjum Dags mátti skilja að þeir teldu að málin tengdust án þess að þeir gætu fullyrt um það.

Á hinn bóginn segja aðstandendur Klevis að hann hafi verið dásamlegur ungur maður. Hann hafi verið kærleiksríkur og viljað hjálpa grátandi manni. Þegar Klevis hafi síðan ætlað að bjóða Degi aðstoð sína hafi Dagur stungið hann í hjartað.

„Hann var að reykja sígarettu fyrir utan bar og maður rétt hjá honum var grátandi. Hann bauð manninum hjálp sína en fékk í sig hníf með hvössu blaði. Svona er auðvelt að deyja í öruggasta landi í heimi!,“ sagði vinur Klevis, Andrea Zisaj, í pistli sem DV fjallaði um á dögunum.

Samkvæmt heimildum DV átti árásin sér stað fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni. Er ungri konu hrósað fyrir að hafa skorist í leikinn. Einn heimildarmanna DV segir: „Ef hún hefði ekki skorist í leikinn hefðu fórnarlömbin getað orðið fleiri en styggð kom á manninn þegar hún hrópaði.“

Ber fyrir sig sjálfsvörn

Klevis kunni vel við sig á Íslandi og hafði eignast marga vini
Klevis í snjónum á Íslandi Klevis kunni vel við sig á Íslandi og hafði eignast marga vini

Málið hefur haft mikil og djúpstæð áhrif á báðar fjölskyldurnar og sorgin er mikil. Önnur fjölskyldan sér á eftir ungum manni í gröfina. Hin horfir á brostna framtíð ungs manns sem mun líklega dvelja á bak við lás og slá næstu árin.

Dagur var handtekinn á heimili ömmu sinnar og afa í Garðabæ, en þar hefur hann búið undanfarið. Samkvæmt heimildum DV var sérsveitin einnig send á heimili föður hans. Varð heimilisfólk þar mjög óttaslegið. Aðstandendur halda því fram að þetta sé í fyrsta sinn sem Dagur hafi komist í kast við lögin en svo virðist sem hann hafi leiðst út í fíkniefnaneyslu síðustu misseri. Fram hefur komið að lögregla gat ekki yfirheyrt hann þegar hann var handtekinn sömu nótt og árásin átti sér stað sökum þess að Dagur var undir miklum áhrifum fíkniefna og óviðræðuhæfur.

„Þetta er góður drengur. Fjölskyldan er í áfalli, þetta er algjör harmleikur,“ sagði aðstandandi Dags í samtali við DV fyrir helgi. Aðstandendur vilja ekki fullyrða að Dagur hafi verið að verjast árás en þeim finnst það þó ekki ólíklegt í ljósi sögu hans. Líkt og fyrr segir herma heimildir að Dagur beri fyrir sig sjálfsvörn en hann varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir nokkrum vikum þar sem hópur erlendra manna gekk í skrokk á honum. Í því samhengi er bæði talað um albanska eða pólska menn. Samkvæmt heimildum DV er þessi frásögn Dags einnig til skoðunar hjá lögreglu og ekkert útilokað í þeim efnum. Þá hefur lögreglan legið yfir myndböndum úr eftirlitsmyndavélum sem eru í nágrenni Austurvallar.

Fjölskyldan þakkar þjóðinni

Klevis var aðeins tvítugur þegar hann lést.
Klevis Klevis var aðeins tvítugur þegar hann lést.

En ef málið hefur reynt á aðstandendur Dags, þá hefur það reynt enn meira á aðstandendur Klevis. Þau hafa þurft að standa straum af miklum útgjöldum á sama tíma og þau glíma við mikla sorg. Um helgina greindi DV frá því að styrktarreikningur hafi verið stofnaður svo unnt væri að flytja líkið til Albaníu og halda jarðarför þar. Klevis hafði dvalið á Íslandi í nokkra mánuði en hann kom frá Barcelona til Íslands í vor. Þá fór hann aftur til Barcelona í haust en kom aftur til landsins í nóvember.

Aðstandandi Klevis sagði í samtali við DV í gær að söfnuninni væri lokið þar sem söfnunin hafi náð markmiði sínu. Fjölskyldan fór af landinu í gær. Þökkuðu þau fjölmiðlum og þjóðinni fyrir stuðninginn.

„Það tókst að safnast bæði fyrir flutningnum til Albaníu og jarðarförinni. Reikningurinn var einungis stofnaður til að safna fyrir þessu og eins og áður sagði hefur takmarkinu verið náð. Bæði fjölskylda og vinir eru innilega þakklát, bæði fyrir umfjöllunina sem og íslensku þjóðinni fyrir hjálpina, þetta hefði aldrei tekist án ykkar,“ sagði aðstandandi Klevis.

Minningarathöfn um Klevis verður haldin þann 17. desember klukkan 17.00 við Reykjavíkurtjörn. Þar verður kveikt á kertum í minningu hans.

Hvað gerist fyrstu mínúturnar

Rannsókn lögreglu skiptist í tvo hluta, það er hin taktíska rannsókn sem snýst um yfirheyrslur, handtökur og ræða við vitni. Þá er það hlutur tæknideildar sem í árásarmálum snýst um að leita lífsýna. Þeir framkvæma réttarlæknisfræðilega skoðun á meintum geranda og þolanda. Þá er óskað eftir áverkavottorði á slysasdeild eða frá lækni. Í morðmáli eða öðrum alvarlegum atburðum eru kallaðir til sérfróðir lögreglumenn. Annars vegar tæknideildarmenn sem rannsaka vettvang og svo rannsóknarlögreglumenn sem vinna ásamt almennum lögreglumönnum að rannsókn málsins. Á meðan beðið er eftir að hinir sérfróðu lögreglumenn mæti á vettvang er það hlutverk almennrar lögreglu að vernda vettvanginn og koma í veg fyrir að sönnunargögn spillist.Í upphafi beinist rannsókn að því að hafa uppi á sakborningi og vitnum og skrá allt niður. Síðan er vettvangurinn verndaður og leitað eftir öllum mögulegum sönnunargögnum sem þar kunna að finnast. Á vettvangi annast tæknideild alla tæknirannsókn, ljósmyndun og sýnaöflun og annað. Öll vettvangsvinna er í þeirra höndum. Þá er einnig farið yfir upptökuvélar í hverfinu og óskað eftir að fá upptökur úr símum frá mögulegum vitnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður