fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Arnar segir konur ofbeldisfyllri en karlar í tilhugalífi: „Herskáar konur eru um gjörvalla kringluna“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sverrisson, fyrrverandi yfirsálfræðingur geðdeildar á Akureyri, segir í pistli í Fréttablaðinu að rannsóknir sýna að konur séu mikið verri en karlar hvað varðar ofbeldi í sambandi. Hann segir að þetta sýni rannsóknir um heim allan en þó hafi að hans sögn verið reynt að þagga slíkt niður. Arnar vitnar í nokkurn fjölda rannsókna en þar á meðal er fleirþjóðleg og samhæfð rannsókn ofbeldis í tilhugalífi en fyrir henni fór stofnandi stofu um fjölskyldurannsóknir við háskólann í New Hampshire, Murray Straus.

„Þegar bráðabirgðaniðurstöður lágu fyrir frá fjórtán rannsóknarstöðum meðal níu þjóða, reit einn rannsóknarhópanna drög að skýrslu úr gögnum um drjúgar þrjár þúsundir stúdenta. Það, sem einkum vekur athygli, er hið skelfilega ofbeldi, sem karlar jafnt sem konur í tilhugalífi sýna hvert öðru; þ.e. ýgi, árásir og þvingun til kynlífs. Hlutfallið er verulega miklu hærra en áður hefur mælst meðal almennings, en þó með öðrum aðferðum. Höfundar segja: „Þessar tölur af fleirþjóðlegum vettvangi sýna það, sem hefur verið alkunna lengi, þ.e. að ofbeldi í nánum samböndum er algengasta tegund þess.“ Endurteknar rannsóknir sýna vísbendingar um það, að ofbeldi í tilhugalífi sé jafnvel meira, heldur en hjá hjónum og sambýlisfólki,“ skrifar Arnar.

Arnar segir að síðustu ár hafi úrvinnsla úr þessum gögnum skilað ríflega sjötíu vísindagreinum. „Niðurstöður heildarúrvinnslunnar staðfesta í megindráttum það, sem bráðabirgðaúrvinnsla úr hluta efniviðarins sýndi. Nærri þriðjungur stúdenta af báðum kynjum réðst til atlögu að elskhuganum síðustu tólf mánuði fyrir þátttöku. Oftast var um að ræða gagnkvæmi í þessu tilliti, elskhugarnir voru ýgir hvor í annars garð. Svo var algengasta mynstrið. Ástandið í Íran var skelfilegast. Í 94,6 prósent sambanda var um gagnkvæmt ofbeldi að ræða. Einna meinhægastir voru sænskir elskendur. „Einungis“ sex af hverjum tíu pörum sýndu hvort öðru ofbeldi. Svíar voru eina Norðurlandaþjóðin, sem tók þátt í könnuninni,“ segir Arnar.

Hann segir að næst algengast hafi verið þegar konur beitu karla ofbeldi. „Næstalgengasta ofbeldismynstrið var það, þar sem konur einvörðungu beittu ofbeldi. Ofbeldisfyllstar eru sænskar (28,4%) og kínverskar (31,7) ástkonur. Harðræði af hálfu karla eingöngu var hins vegar sjaldgæft að tiltölu. Í þessu mynstri beittu sænskir karlelskhugar konur sínar oftast ofbeldi (11.8%), en íranskir karlmenn sjaldnast (4%) en Bretar fylgdu þar fast á eftir. Margvíslegar rannsóknir, þar sem fjöldi fólks var rannsakaður og úrtök trúverðug, bera vitni um, að ofbeldi af hálfu kvenna eingöngu er jafn algengt eða jafnvel algengara en ofbeldi af hálfu karla. En gagnkvæmt ofbeldi er algengast eins og fyrr segir.,“ segir Arnar.

Arnar segir að vísindi sem hafi lagt áherslu á ofbeldi karla gegn konum hafi verið á villigötum. „Ofríki var ævinlega undirrót ofbeldis og tengdist einkum og sér í lagi ofríki kvenna. Það kann einnig að koma á óvart, hversu herskáar konur eru um gjörvalla kringluna. Venjuleg var talið, að konur væru nánast eingöngu fórnarlömb karla. Vísindin virtust sýna fram á það. En það voru vísindi á villigötum. Vísindamenn voru slegnir blindu. T.d. var lögum samkvæmt ekki unnt að nauðga karlmönnum. Aðferðirnar voru af þessum sökum ófullnægjandi,“ segir Arnar.

Arnar segir að lokum að nauðsynlegt sé að horfast í augu við veruleikann: „Ofbeldið, sem lýst er í þessum rannsóknum, er hræðilegt. Tölurnar eru útlenskar, en eiga vafalítið við um íslenskan veruleika að mestu leyti. Hvað skal taka til bragðs? Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. En allavega er hyggilegt að reyna að horfast greinilega og skilmerkilega í augu við veruleikann. Ég el þá von í brjósti, að skynsamt fólk af báðum kynjum leggist á árarnar og rói í sömu átt, en ekki gagnstæðar. Því hagsmunir þeirra eru nákvæmlega þeir sömu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Í gær

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Í gær

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Í gær

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“