fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Guðrún var aðeins 28 ára þegar hún féll frá: „Það þarf verulega að bæta geðheilbrigðiskerfi okkar“

Dýrt að leita sér hjálpar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney missti dóttur sína, Guðrúnu Andrésdóttur síðastliðinn föstudag. Hún var aðeins 28 ára gömul þegar hún féll frá. Guðrún skilur eftir sig þriggja ára myndarlegan dreng, hann Sævar Stein. Fjölskylda Guðrúnar er harmi slegin og tekst á við mikla sorg. Fanney segir að það þurfi verulega að bæta geðheilbrigðiskerfið hér á landi.

„Á hverju ári missum við fullt af ungu fólki sem hefur verið í sömu aðstæðum og dóttir mín, en það nær samt ekki að vekja okkur til meðvitundar um að það þurfi verulega að bæta geðheilbrigðiskerfið okkar. Mikið vildi ég óska þess að það yrði vitundarvakning í samfélaginu,“ segir Fanney Halldóra Kristjánsdóttir.

„Í síðasta samtali sem ég átti við Guðrúnu sagði hún að hana langaði að fara í meðferð í kvíðameðferðastöðinni en það væri svo dýrt,“ segir Fanney.
Langaði að fá hjálp „Í síðasta samtali sem ég átti við Guðrúnu sagði hún að hana langaði að fara í meðferð í kvíðameðferðastöðinni en það væri svo dýrt,“ segir Fanney.

„Guðrún skilur eftir sig stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Það verður verkefni lífs míns að læra að sætta mig við að hún kvaddi þennan heim langt fyrir aldur fram. Það er margt sem fer í gegnum hugann á mér á þessari sorgarstund. Eitt af því sem mér finnst ósanngjarnt er að lifa barnið mitt,“ segir Fanney.

„Annað sem ég hugsa mikið um eru veikindi Guðrúnar sem voru „tabú“ fyrir henni, samfélaginu og einnig fjölskyldunni. Guðrún þjáðist af kvíða og þunglyndi. Hún átti við fíkn að stríða sem enginn getur svarað hvort kom í kjölfar kvíða og þunglyndi eða var afleiðing af því.“

Of dýrt að fá hjálp

Guðrún leitaði sér hjálpar og lá ferðalag hennar um öldudali hin síðustu ár þegar hún reyndi að ná bata.

„Í síðasta samtali sem ég átti við Guðrúnu sagði hún að hana langaði að fara í meðferð í kvíðameðferðastöðinni en það væri svo dýrt. Guðrún sagði að hún sæi ekki alveg hvernig einstæð móðir gæti það fjárhagslega, hver tími kostar fimmtán þúsund krónur,“ segir Fanney.

Guðrún þegar hún var ung stúlka.
Guðrún Andrésdóttir Guðrún þegar hún var ung stúlka.

Sjúkdómur einmanaleikans og depurðar

Fanney segir að foreldrar verði oft úrræðalausir þegar börn þeirra glíma við erfiðleika.

„Fíkn er sjúkdómur höfnunar einmanaleikans og depurðar. Við aðstandendur verðum oft úrræðalausir gagnvart ástvinum okkar. Fíknin á sér margar hliðar og eftir því sem hún grefur sig dýpra í persónuleikann verður fólk oft erfitt í samskiptum við sína nánustu og einangrast fyrir vikið. Guðrún var oft mjög einmana í sínum sjúkdóm og kaldhæðni örlaganna hagaði því þannig að hún dó ein heima í rúminu sínu,“ segir Fanney.

Fanney bendir á að á hverju ári deyi allt of margir ungir Íslendingar sem væri hægt að koma til bjargar ef geðheilbrigðiskerfið virkaði rétt. Svo er ekki raunin. Í lok október fjallaði DV um Andra Ágústsson sem lést aðeins 22 ára. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði fór ófögrum orðum um geðheilbrigðiskerfið sem hann sagðist hafa brugðist Andra. Þar sagði Haraldur: „Lífið er hrikalegt þegar það er dagleg barátta að vera veikur innan frá og líta eðlilega út utan frá“. Rétt eins og Haraldur segir Fanney að kerfið sé að bregðast fólki í blóma lífsins.

Guðrún ásamt syni sínum Sævari Stein
Skilur eftir sig þriggja ára son Guðrún ásamt syni sínum Sævari Stein

„Á hverju ári missum við fullt af ungu fólki sem hefur verið í sömu aðstæðum og dóttir mín, en það nær samt ekki að vekja okkur til meðvitundar að það þurfi verulega að bæta geðheilbrigðiskerfið okkar. Við höfum tekið verulegum framförum í umferðaröryggi sem hefur skilað sér í færri umferðarslysum. Læknar og vísindamenn vinna að rannsóknum sem auka færni þeirra og þekkingu í allskonar greiningu á líkamlegum sjúkdómum sem hafa aukið lífslíkur okkar töluvert. Á sama tíma er kvíði og þunglyndi vaxandi meðal ungmenna og úrræðaleysi algjört. Mikið vildi ég óska þess að það yrði vitundarvakning í samfélaginu.“

Söfnun fyrir fjölskyldu Guðrúnar

„Síðasta mánuðinn sem Guðrún lifði var henni búið að ganga vel. Guðrún var farin að horfa bjartari augum á framtíðina. Það kom því sem reiðarslag þegar hún varð bráðkvödd á heimili sínu,“ segir Fanney.

Vinkona Fanneyjar, Ragna Dögg Ólafsdóttir, stendur fyrir söfnun fyrir útför Guðrúnar og son hennar.

„Það er nógu erfitt að missa barn, maður á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þeim mikla kostnaði sem fylgir útför einnig. Með því að leggja inn á styrktarreikninginn getum við staðið saman og lagt okkar að mörkum til að aðstoða fjölskyldu í sárum. Við búum í litlu samfélagi og þetta er okkar sérgrein. Við stöndum saman þegar á reynir,“ segir Ragna.

Margt smátt gerir eitt stórt. Vinsamlegast deilið.

**Reikningsnúmer styrktarreikningsins er: 1106-05-402017. Kennitala: 051167-4229.

Fyrir þau sem eru stödd erlendis og vilja styrkja er Swift kóðinn: MPBAISRE og Iban nr: IS31110605402017051167229.**

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“