fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Ellý Ármanns deilir rúmi með dóttur sinni: Búa í herbergi fyrir ofan skemmtistað og sofa með eyrnatappa

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. október 2017 17:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var slæm lykt inni á klósettinu þarna en við reyndum að gera það besta úr þessu og gerðum leik úr því að halda fyrir nefið þegar við tannburstuðum okkur,“ sagði fjölmiðlakonan Ellý Ármanns í erindi sem hún hélt á húsnæðisþingi í dag. Vísaði hún til þess að mygla og raki hefðu verið í húsnæðinu.

Erum að kafna

Ellý var ein fjögurra kvenna sem stigu í pontu og fluttu stutt erindi um húsnæðisvandann sem fjölmargir Íslendingar hafa glímt við eða einhverjir nákomnir þeim.

Í erindi sínu sagði Ellý að leigumarkaðurinn á Íslandi ætti að vera eins og andrúmsloftið; maður eigi að vera öruggur en sannleikurinn sé sá að við séum að kafna. Hún missti húsið sitt fyrir tveimur árum og hefur síðan þá flutt með dóttur sína á milli íbúða og herbergja víða á höfuðborgarsvæðinu. Hún leigir nú herbergi fyrir ofan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur.

Sjá einnig:
Hildi var brugðið þegar hún fór að skoða íbúðir: „Það var sláandi að sjá þetta

Flutti inn til sonar síns

Þegar Ellý fór fyrst á leigumarkaðinn fyrir tveimur árum var fátt um góðar íbúðir á viðráðanlegu verði. Hún og tíu ára dóttir hennar enduðu því á að flytja inn til elsta sonar Ellýjar, sem var 21 árs og leigði herbergi á 5. Hæð í lyftulausu fjölbýlishúsi í Vesturbænum. Þar deildu þau baðherbergi og eldhúsi með íbúum í tveimur öðrum herbergjum.

„Það er erfitt að segja frá þessu en svona voru aðstæður mínar,“ sagði Ellý og bætti við að hún ætti þrjú börn og sýndi elsti sonurinn aðstæðunum fullkominn skilning og fékk að dvelja hjá kærustu sinni.

360 þúsund krónur fyrir íbúðina

Eftir að hafa dvalið í herbergi sonarins í fjórar vikur segist hún hafa verið svo heppin að finna íbúð, fullbúna með húsgögnum, til leigu í 6 mánuði þar sem eigandinn var að fara utan í skiptinám. Leigan var 360 þúsund krónur á mánuði og Ellý varð því að gera hlé á MBA-námi sínu til að geta staðið í skilum.

Því næst fór hún í íbúð í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi og leigir nú stórt herbergi í 101 Reykjavík. „Við dóttir mín erum með tvöfalt rúm og deilum eldhúsi með pólskri konu. Herbergið er fyrir ofan skemmtistað og dóttir mín kann lagalistann utan að. Það er spilað til klukkan 4 og við sofum með eyrnatappa en staðsetningin er fín og við förum reglulega á kaffihús. Við höfum þetta herbergi til 1. janúar. Nú er ég að leita að íbúð þar sem leiguverðið er helst ekki yfir 360 þúsund krónum á mánuði. Íbúð á 250 þúsund krónur á mánuði þar sem dóttir mín fengi sérherbergi er draumurinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir