fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Steingrímur: Sjálfstæðisflokkurinn er „fatlaður og getur ekki aflað tekna“

„Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 11. október 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn er fatlaður og getur ekki aflað tekna. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Ummælin lét hann falla á pallborðsfundi í Menntaskólanum á Akureyri í gær. Þar voru frambjóðendur 9 flokka komnir saman til að svara spurningum nemenda fyrir komandi kosningar.

Steingrímur var spurður hvort Vinstri græn myndu mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar, sagði hann þá orðrétt: „Við viljum mynda vinstristjórn, félagshyggjustjórn, sem fer af stað með sterka uppbyggingaráætlanir fyrir landið og velferðarkerfið og ég sé ekki að það verði auðvelt að koma því af stað með Sjálfstæðisflokknum, sem er eins og kunnugt er fatlaður og getur ekki aflað tekna.“

Uppskar Steingrímur nokkurn hlátur úr salnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins var einnig í pallborðinu og svaraði hún Steingrími: „Ég ætla að frábiðja mér því að pólitíkusar tali með þeim hætti að líkja einhverjum sem þeim líkar ekki við fatlaða einstaklinga. Það er fáránlegt. Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir,“ sagði Áslaug Arna og uppskar hávært klapp úr salnum.

Myndband af ummælum Steingríms og svari Áslaugar Örnu má sjá hér að neðan:

//platform.twitter.com/widgets.js

Steingrímur sagði síðar á fundinum: „Já, góðir fundarmenn, Það er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á því hafi ég komið þannig út að ég væri að líkja Sjálfstæðisflokknum á einhvern hátt við einhvers konar líkamlega, andlega fötlun. Það er ekki vel orðað.“
Uppfært 23:54: Steingrímur J. hefur ítrekað afsökunarbeiðni á ummælum sínum. Sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök