fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum til áratuga segir að Robert Downey hafi „keypti sér það sem hann gat keypt“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Jónsson, verkfræðingur og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, kemur Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, til varnar á bloggsíðu sinni. Oft hefur verið vitnað í Halldór í Staksteinum Morgunblaðsins.

Halldór segir að Robert Downey hafi ekki beitt neinn ofbeldi. „Svipting atvinnuþekkingar virðist vera efst á baugi hjá þeim sem djöflast á Róberti Árna. Maður þessi beitti engan ofbeldi, nauðgaði engum heldur keypti sér það sem hann gat keypt. Sem ekki var sjálfsagt við hæfi.

Hann er stöðugt milli tannanna á góða fólkinu vegna þess að hann er lærður lögfræðingur og má aftur vinna á þeim vettvangi. Hann mætti til dæmis rukka alveg eins og að dæma í sakamálum. Nei, hann skal skila ærunni aftur og vera hrakinn allstaðar,“ skrifar Halldór.

Halldór spyr hvers vegna hafi ekki verið eins mikið fjallað um Hjalta Sigurjón Hauksson, annan kynferðisbrotamann sem fékk æru sína uppreista sama dag og Robert Downey. „Annar maður nauðgaði fósturdóttur sinni nær daglega til fullorðinsára. Hann fékk líka uppreisn æru um leið og Róbert Árni. Hans nafns er hvergi getið. Fæstir vita hver hann er eða hvað hann má gera og ekki gera. Öllu góða fólkinu virðist sama um það. Er hann betri eða verri en Róbert Árni? Gyðingar sættu Berfufsverbot (sviptingu atvinnuréttinda) í þriðja ríkinu. Er góða fólkið hér eitthvað betra?,“ skrifar Halldór.

Í athugasemd við færslu Halldór hlýtur hann gagnrýni og sagt að þessi skoðun beri ekki vott um hátt siðferðisstig. Því svarar Halldór: „Hvaðan kemur þér viska til að meta þitt siðferðisstig hærra en mitt? Það sem ég er að segja að það er munur á því að kaupa vændi eða nauðga með ofbeldi. En þér finnst það að jöfnu eða hvað?“

Halldór hefur verið nátengdur Sjálfstæðisflokknum um áratugabil en í júní gaf hann þó í skyn að hann hefði sagt skilið við flokkinn, í það minnsta hygðist hann ekki kjósa flokkinn í Kópavogi vegna framgöngu Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra, sem hefur gert samkomulag um undirbúning borgarlínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg