fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Kattaníðingsmálið í Hveragerði: Nýjar upplýsingar komnar fram

„Þetta er níðingsverk“ segir héraðsdýralæknir

Auður Ösp
Fimmtudaginn 18. ágúst 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öðrum þeirra katta sem drápust í Hveragerði í byrjun mánaðarins var byrlað sama eitur og þeim köttum sem drápust skyndilega í bænum fyrir rúmu ári. Enn er beðið eftir niðurstöðum krufningar á seinni kettinum. Fréttastofa.is greinir frá þessu.

DV greindi frá því þann 11. ágúst síðastliðinn að nýlega hefðu tveir kettir drepist í Hveragerði og lék grunur á að þeim hefði verið byrluð ólyfjan.

Á svipuðum árstíma á síðasta ári var greint var frá því að sex kettir hefðu drepist í bænum eftir að hafa komist í snertingu við eitruð fiskflök sem höfðu legið í frostlegi. Er sami aðili talinn tengjast öllum málunum. Þá kom fram að óvenju margir fuglar hefðu fundist dauðir auk þess sem hundar í bænum hefðu sýnt einkenni eitrunar. Í Hveragerði voru boðin fundarlaun hverjum þeim sem kæmi upp um kattaníðinginn.

Fréttastofa.is greinir frá því í gær að niðurstöður krufningar á öðrum kettinum sem drapst í byrjun mánaðarins liggi nú fyrir. Staðfestir Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir að sá köttur hafi drepist af völdum sams konar eitrunar og upp komu á síðasta ári.

„Við erum tala um nákvæmlega sömu eitrun og fyrir ári,“ segir Gunnar í samtali við dv.is. „Það bendir til þess að um sama aðila sé að ræða, þó svo að það sé auðvitað ekki hægt að fullyrða um það,“ bætir hann við.

Enn er beðið eftir niðurstöðum úr krufningu á hinum kettinum sem drapst í byrjun ágúst og segir Gunnar allar líkur vera á því að þeim ketti hafi einnig verið byrlað eitur á þennan hátt. Rannsókn lögreglunnar á Selfossi er enn í gangi.

„Þetta er í höndum lögreglunnar og ég veit að þeir líta þetta mál mjög alvarlegum augum.

Þetta er níðingsverk, það er ekki hægt að nota neitt annað orð yfir þetta. Bæði gagnvart dýrunum og ekki síður eigendunum. Þetta er mjög kvalafullur dauði fyrir kettina. Þetta er eins ljótt og þetta getur hugsanlega orðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu