Jakob Ásmundsson, sem lét af störfum sem forstjóri Straums fjárfestingabanka sumarið 2015, hefur störf á nýjum vettvangi næstkomandi haust en Jakob hefur fengið stöðu lektors við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann mun kenna námskeiðið hagfræði og stærðfræði fjármálamarkaða.
Jakob var talsvert í fréttum á liðnu ári eftir að DV greindi frá því að eignaumsýslufélagið ALMC myndi greiða samtals meira en þrjá milljarða króna í bónus til Jakobs, sem var áður fjármálastjóri ALMC, og annarra lykilstjórnenda félagsins. Bónusgreiðslan var innt af hendi í desember síðstastliðnum og fékk Jakob í sinn hlut mörg hundruð milljónir króna.