fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Þeir hafa loksins ákveðið kjördag

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa komið sér saman um að kosið verði seint í október

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. ágúst 2016 18:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosið verður til Alþingis 29. október næstkomandi. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar lögðu það til við stjórnarandstöðuna, sem tók vel í hugmyndirnar. RÚV greinir frá þessu. Á fundinum voru Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar, Birgitta Jónsdóttir Pírati og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar.

Þess hefur verið beðið með nokkurri óþreygju að kjördagur verði ákveðinn, en fram að þessu hafði verið uppi óvissa um hvort kosið yrði í haust eða ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið því mótfallinn en við breytingar á ríkisstjórninni snemmsumars var tilkynnt að boðað yrði til kosninga í haust, til að sefa þá óánægju sem uppi var í samfélaginu. Nú hefur kjördagur verið ákveðinn en kosið verður eftir rúmar 11 vikur.

Haft er eftir Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, að hægt eigi að vera að klára helstu mál á þeim tíma sem til stefnu er. Fjárlagafrumvarp verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningar.

Vísir hefur eftir Birgittu Jónsdóttur að leiðtogar stjórnarflokkanna hafi lagt fram langan lista yfir mál sem þeir vilja að nái í gegn fyrir kosningar. Kosið verði að því gefnu að þingstörfin gangi eðlilega fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“