fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Íslendingur í Gimli: „Þessi stund breytti lífi mínu“

Mikil stemming hefur myndast á Íslendingaslóðum í Manitoba

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. júlí 2016 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi stund breytti lífi mínu,“ hefur CBC News eftir Robbie Rousseau, formanni Íslendingadagsins, Íslandshátíðinni í Manitoba í Kanada. Rousseau er af íslenskum ættum og heimsótti Ísland til að fylgjast þar með fyrstu leikjunum á mótinu. Hann segir ógleymanlegt að hafa verið í Reykjavík þegarÍslendingar skoruðu fyrsta markið sitt á mótinu. „Borgin hreinlega titraði, svo mikil voru lætin.“

Rousseau er staddur í Gimli, stærsta samfélagi Íslendinga utan Íslands, og segir að þar sem stemmingin engu lík. „Ég held að annar hver íbúi sé að flytja sjónvarpið sitt út á götu til að geta notið veðurblíðunnar á þessum fallega degi,“ segir hann hlæjandi við CBC.

Hann segir að út um allan bæ séu menn að skipuleggja samkomur. Hann segir að liðið hafi sannað gegn Englandi að margur sé knár þótt hann sé smár. „Þetta er þessi íslenska þrjóska og ákveðni. Við höldum alltaf að við getum slegið stærri þjóðum við og við eigum skilið að vera komnir svona langt,“ segir hann um íslenska ævintýrið.

„Við munum mæta Þjóðverjum,“ segir hann kokhraustur og spáir Íslandi í undanúrslit. „Frakkar eru bara næsta þjóð á tékklistanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá

Áfram skelfur jörð við Reykjanestá
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump

Segir að Xi Jinping hafi ástæðu til að brosa breitt vegna Trump
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna
Fréttir
Í gær

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“