fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

„Geðsjúklingarnir sem ég þekki eru gott fólk“

Ingólfur er ósáttur við umræðu um ódæðismenn og hryðjuverk

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. júlí 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður, opnaði sig fyrir alþjóð um þunglyndi sitt og kvíðaröskun árið 2014, þegar opinskátt viðtal birtist við hann í Morgunblaðinu.

Ingólfur hefur síðan rætt talsvert opinberlega bæði um sinn eigin sjúkdóm, og um andlega líðan íþróttamanna. Í dag gerir hann orðræðu fjölmiðla í kjölfar hryðjuverka að umfjöllunarefni sínu.

Færsla á facebook síðu Ingólfs hefst með orðunum: „Ég er geðsjúklingur – sem getur verið bara ansi fínt svona inn á milli – og ég þekki fullt af öðrum geðsjúklingum. Þessi hatramma barátta við sjálfið reynist fólki erfið – óáþreifanlegur sársauki og hávær alsæla – sífellt að reyna miða sig við rúðustrikað samfélagið og staðsetja sig öðru hvoru megin við línuna.

Geðsjúklingarnir sem ég þekki eru allir gott fólk. Flestir þeirra eiga sameiginlegt að vera viðkvæmir, næmir og hæfileikaríkir. Sveiflurnar gefa aukna dýpt til þess að setja lífið í samhengi – því maður er alltaf að leita svara, maður vill skilja og mæta skilningi.“

Ingólfur er ekki sáttur við að í umræðu um voðaverk sé oftar en ekki gert ráð fyrir að ódæðismenn séu haldnir geðsjúkdómum.

„Það er óhugnaleg bylgja voðaverka í heiminum og eins og gefur að skilja flytja fjölmiðlar fréttir af ódæðunum. Þegar komið er í ljós hve margir hafa fallið eða særst beinast spjótin að árásarmanninum sem er krufinn til mergjar. Þá er jafnan brýnast að segja frá því að maðurinn hafi verið geðsjúkur og jafnvel þurft á einhverjum tímapunkti æviskeiðar sinnar að leggjast inn á geðdeild til skamms tíma. Ef maðurinn er ekki múslimi, þá hlýtur hann nú að vera geðsjúkur. Ráðgátan leyst, eða hvað?“

Ingólfur segir að voðaverk sem þessi eigi ekkert skylt við það að vera geðsjúkur heldur eitthvað allt annað og alvarlegra.

„Þunglyndur maður tortímir ekki sjálfum sér ásamt fullsetinni flugvél vegna þess að þunglyndið gerði honum það. Ekki frekar en það skipti máli hverrar trúar hann er. Eða hvort hann sé haldinn líkamlegum sjúkdómi. Eða hvað hann borðaði í morgunmat. Mér finnst það heldur einfeldningslegur dómsúrskurður að undirstrika geðheilsu árásarmanns í fjölmiðlum til þess eins að loka málinu. Það vekur fordóma gegn geðsjúklingum sem hafa ekkert unnið sér til saka og myndu ekki gera nokkrum manni mein – nema hugsanlega sjálfum sér.“

Í samtali við blaðamann DV lætur Ingólfur vel af sér. „Það gengur bara prýðilega. Lífið er alltaf rokkandi, annars væri það ekki lífið, og til allrar hamingju þá er maður umvafinn góðu fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“