fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

„Hún er lent í vítahring“

Konan, sem sveik fé út á útför lifandi móður sinnar, glímir við andleg veikindi og spilafíkn – Faðir konunnar vonar að umfjöllunin verði til þess að hún snúi blaðinu við

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 16. júlí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún var búin að biðja alla samnemendur sína um lán og margir urðu við því. Yfirleitt voru þetta lágar upphæðir. Hún endurgreiddi peningana í fæstum tilvikum og því var hún ekkert sérstaklega vinsæl í skólanum,“ segir gamall bekkjarfélagi konu hvers gjörðir komust í hámæli í byrjun vikunnar þegar DV fjallaði um að hún hefði fengið Jóhann Guðna Harðarson til þess að lána sér pening fyrir útför lifandi móður sinnar. Konan er á fertugsaldri. Faðir hennar segir hana glíma við andleg veikindi og spilafíkn. Umfjöllunin kom fjölskyldunni á óvart en faðirinn vonar að dóttir sín leiti sér hjálpar og nái að snúa blaðinu við. Fjölskyldan muni styðja hana til þess.

Bar harm sinn á torg fyrir framan nemendur

Konan hefur undanfarin misseri stundað nám í kennslufræðum á háskólastigi en tók hlé á námi þegar hún fékk starf við grunnskóla einn á höfuðborgarsvæðinu. Þar var henni falin umsjón yfir bekk á barnaskólastigi en fljótlega fór að bera á því að hún hefði ekki burði til þess að takast á við starfið. Heimildir DV herma að hún hafi iðulega borið harm sinn á torg varðandi veikindi móður sinnar við nemendur sína og brostið í grát fyrir framan bekkinn. Eins og gefur að skilja reyndist það börnunum erfitt. Þá hefur DV einnig heimildir fyrir því að konan hafi sent vinabeiðnir á samfélagsmiðlum á foreldra nemenda sinna og í framhaldinu farið að óska eftir lánum. Hún kláraði skólaárið en var síðan sagt upp störfum.

Fleiri stíga fram

Frásögn Jóhanns Guðna vakti mikla athygli í byrjun vikunnar. Greinin hafði ekki fyrr farið í loftið en annað fórnarlamb steig fram sem hafði svipaða sögu að segja. Sá treysti sér ekki til þess að koma fram undir nafni en hann kvaðst hafa kynnst sömu konu á Einkamál.is og fljótlega hafi hún farið að segja honum frá sviplegu fráfalli móður sinnar og eigin veikindum á Facebook. Óskaði hún eftir láni til þess að standa straum af útförinni.

Steig fram í byrjun vikunnar og vakti athygli á fjársvikum sem hann hafði orðið fyrir. Í ljós er komið að fórnarlömbin voru fleiri. Faðir gerandans vonast til þess að umfjöllunin verði til góðs og að dóttir hans nái að snúa við blaðinu.
Jóhann Guðni Harðarson Steig fram í byrjun vikunnar og vakti athygli á fjársvikum sem hann hafði orðið fyrir. Í ljós er komið að fórnarlömbin voru fleiri. Faðir gerandans vonast til þess að umfjöllunin verði til góðs og að dóttir hans nái að snúa við blaðinu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Annar lánaði 120 þúsund krónur

„Ég vorkenndi henni sárlega og í heildina lánaði ég henni 120 þúsund krónur. Þegar hún óskaði eftir frekari lánum fór mig að gruna að maðkur væri í mysunni. Ástæðan fyrir fjárskortinum var að hennar sögn sá að skólinn sem hún vann í hafði gert mistök varðandi launagreiðslurnar hennar og að hún myndi fá borgað tvöfalt næst. Hún kenndi því um að hún hefði glímt við mikil veikindi og hefði því ekki tök á því að mæta til vinnu. Ég hringdi hins vegar í skólann og þá kom í ljós að hún var mætt til vinnu þrátt fyrir að hún segði mér að hún væri veik heima,“ segir maðurinn. Hann undraðist hegðun konunnar og gekk á hana varðandi endurgreiðslu sem enn hefur ekki borist. Konan hafði þó fjölbreyttar afsakanir á reiðum höndum. „Ég áttaði mig í raun og veru ekki á svikunum fyrr en ég sá þessa grein í DV. Ég sendi hana umsvifalaust á konuna og krafðist endurgreiðslu. Hún hefur ekki orðið við því,“ segir sá svikni.

Andleg veikindi og spilafíkn

Konan neitaði viðtali vegna málsins en að sögn föður hennar hefur hún átt verulega erfitt frá því að málið kom upp á yfirborðið í byrjun vikunnar. Hvorki hann né fjölskylda konunnar hafi áttað sig á því hversu umfangsmikill vandinn var. „Dóttir mín hefur glímt við andleg veikindi í nokkurn tíma. Móðir hennar hefur verið mjög veik, var vart hugað líf um tíma, og það hefur fengið verulega á hana og okkur öll,“ segir faðir konunnar í samtali við DV. Að hans sögn glímir dóttir hans við spilafíkn sem hún ráði illa við.

„Hún er lent í vítahring. Allir hennar peningar hafa farið í spilakassa og þegar hennar fé var uppurið þá fór hún að sækjast eftir láni frá öðrum og þannig vatt vandamálið upp á sig,“ segir faðirinn. Hann segist aðeins hafa vitað af skuldum hennar við Jóhann Guðna og reynt að aðstoða dóttur sína við að greiða skuldina til baka. „Við foreldrarnir erum bæði öryrkjar og höfum því miður ekki mikið milli handanna til að gera upp svo háar fjárhæðir í einni greiðslu. Það er ömurlegt ástand á heimilinu,“ segir faðirinn. Að hans sögn hefur dóttir hans þegar hafið viðeigandi meðferð við sínum vandamálum og hann ætli að styðja hana með ráðum og dáð. „Ég vona að þessi umfjöllun verði til góðs og dóttir mín nái tökum á lífi sínu“, segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir