fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Píratar, Framsókn og Viðreisn bæta við sig: Aðrir flokkar tapa fylgi

Auður Ösp
Laugardaginn 4. júní 2016 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Pírata hefur aukist um 2,5 prósent á milli kannanna og mælist flokkurinn nú með mesta fylgi allra flokka, eða 28,3 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn bæta einnig við sig fylgi en allir aðrir flokkar mælast nú með minna fylgi en þeir gerðu í maí.

Í Morgunblaðinu í dag er greint er frá nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en samkvæmt henni er talsverð hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna. Þannig mælist Viðreisn með 7,9 prósent fylgi sem 4,4 prósent aukning frá sambærilegri könnun sem gerð var í maí.

Framsóknarflokkurinn mælist með 11,8 prósent fylgi sem er hækkun um 3,6 prósent síðan í maí könnuninni og þá mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 23,9 prósent fylgi. Fylgi þeirra lækkar þar með um 4,3 prósentustig. Fylgi VG lækkar einnig og mælist nú 16,5 prósent.

Fylgi Samfylkingarinnar minnkar einnig um 1,7 prósent og er nú 7,2 prósent. Sama má segja um Bjarta Framtíð sem mælist nú með 3,8 prósent fylgi en áður var það 4,4 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir