fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Mikill titringur í kringum Brexit

Pólitísk óvissa í Bretlandi – Leiðtogar Þýskalands og Frakklands kalla eftir nánara samstarfi

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 28. júní 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er alls óvíst hver verða næstu skref eftir að Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja skilið við Evrópusambandið. Leiðtogar Brexit-hreyfingarinnar segja að ekkert liggi á að segja skilið við ESB en leiðtogar ESB hafa krafist þess að landið hefji undir eins tveggja ára útgöngutímabil.

David Cameron fráfarandi forsætisráðherra Bretlands sagði ekki treysta sér að virkja grein 50 í Lissabon-sáttmálanum sem setur af stað samningaviðræður um aðskilnaðinn. Boris Johnson einn helsti talsmaður útgöngu Bretlands úr ESB segir grein í Daily Telegraph í dag að hann telji að Bretar eigi að vera „stoltir og jákvæðir“ hvað varðar framtíðina. Augljóst er að hann er að setja sig í stellingar um að taka við sem forsætisráðherra í haust þegar hann huggar stuðningsmenn áframhaldandi aðildar með því að segja að niðurstaða kosninganna hafi ekki verið afgerandi.
Angela Merkel Þýskalandskanslari bíður átekta eftir svörum frá Bretlandi en Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórnar ESB vill að afgreiðslan verði skjót.

Frank-Walter Steinmeier utanríkisráðherra Þýskalands og Jean-Marc Ayrault utanríkisráðherra Frakklands birtu í evrópskum fjölmiðlum í morgun sameiginlega grein þar sem þeir hvetja til nánara samstarfs milli þjóðanna en hefur tíðkast áður. Viðra þeir einnig hugmyndir um að hafa mismunandi aðildarstig þar sem ákveðin kjarnalönd eigi í mjög nánu stjórnmálasamstarfi á meðan önnur ríki geti haldið sig til hliðar en unnið að sömu stefnu:

„Þýskaland og Frakkland eru áfram handviss um að Evrópusambandið sé sagnfræðilega einstakt og ófrávíkjanlegt tæki til að tryggja Evrópu frelsi, öryggi og velfarnað, stuðla að friðsamlegum samskiptum þjóða og friði í heiminum,“
segir í grein utanríkisráðherranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi