fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Flóttamennirnir dregnir úr Laugarneskirkju: „Hugur okkar er með þeim“

Á leið til Noregs – Kirkjunni sýnt mikið þakklæti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. júní 2016 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir flóttamenn sem komið höfðu sér fyrir í Laugarneskirkju voru fluttir úr landi í nótt. Mennirnir koma frá Írak, en Útlendingastofnun hefur vísað hælisumsóknum þeirra frá.

Á Facebook síðunni Ekki fleiri brottvísanir er birt mynd af því þegar annar mannanna, sem er sextán ára gamall, er fluttur úr kirkjunni af lögreglu. Mennirnir eru nú á leið til Noregs, en yfirvöld þar í landi telja Írak vera öruggt land fyrir þá.

DV fjallaði um málið í gær, en þar greindu Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi og Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, frá því að kirkjan yrði opin í nótt fyrir mönnunum í von um að fornar venjur um kirkjugrið hefðu getað knúið yfirvöld til að taka ábyrga og efnislega afstöðu til málefna einstakra hælisleitenda.

Sjá nánar: Ali og Majed verða sendir úr landi í nótt: Laugarneskirkja opnar dyrnar – vona að fornar venjur veiti þeim friðhelgi

Þá er greint frá því á Facebook að lögreglubíll og svartur jeppi hafi komið að kirkjunni rétt fyrir klukkan fimm í morgun og í dregið síðan flóttamennina út, eftir að sóknarprestur hafði útskýrt stöðu mála.

„Fólk sem fylgdist með var slegið enda var ljótt á þetta að horfa. Þetta er þó eitthvað sem flóttamenn fá oft að sjá, enda eru þeir geymdir saman í húsum Útlendingastofnunar og þeim flestum brottvísað,“ segir á síðunni Ekki fleiri brottvísanir. Þá er Toshiki og Kristínu sýndar miklar þakkir fyrir samstöðuna sem þau sýndi með drengjunum tveimur. „Hugur okkar er með þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?