fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Vilja stækka Fjörð og byggja hótel

Félag eigenda verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar og Regins hefur óskað eftir lóðarstækkun í miðbæ Hafnarfjarðar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. júní 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur fjárfestingarfélagsins 220 Miðbær ehf. vilja stækka verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði og byggja hótel eða íbúðir á sömu lóð. Vilja þeir byggja á 1.700 fermetrum fyrir aftan Fjörð en ekki er búið að fullhanna viðbygginguna. Lóðin er í eigu félagsins en í hluthafahópi þess má meðal annars finna fasteignafélagið Regin, Harald Reyni Jónsson, útgerðarmann sem oftast er kenndur við Sjólaskip, og Landey, dótturfélag Arion banka.

„Félagið vill stækka lóðina þannig að hún nái frá Strandgötunni að Firði með það fyrir augum að stækka verslunarmiðstöðina sem yrði á jarðhæð nýbyggingarinnar og byggja hótel eða íbúðir á efri hæðum,“ segir Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar og fjárfestingarfélagsins.

Guðmundur Bjarni Harðarson segir umsókn 220 Miðbæjar um lóðarstækkunina vera fyrsta skrefið í átt að stækkun verslunarmiðstöðvarinnar.
Framkvæmdastjórinn Guðmundur Bjarni Harðarson segir umsókn 220 Miðbæjar um lóðarstækkunina vera fyrsta skrefið í átt að stækkun verslunarmiðstöðvarinnar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sendi umsókn

Guðmundur Bjarni sendi fyrir viku bæjarráði Hafnarfjarðar umsókn um stækkun lóðarinnar Strandgata 26–30 til vesturs eða í átt að Firði. Umrædd stækkun er alls 356 fermetrar en lóðin telur nú 1.396 fermetra. Í umsókninni er bent á að samkvæmt gildandi deiliskipulagi sé gert ráð fyrir möguleika á samtengingu milli atvinnuhúsa á lóðunum.Henni fylgdi einnig bréf Húsfélagsins Fjarðar, sem Guðmundur stýrir, um að það fagni áformunum, og teikning ASK arkitekta af fyrirhugaðri lóðarstækkun.

„Ég tel raunhæft að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Ég er ekki alveg klár á hvað þetta mun kosta en eitthvað hlýtur það að kosta þegar byggja á verslunarrými á einni hæð og hótel eða íbúðir á hæðunum fyrir ofan. Svo fer kostnaðurinn eftir því hversu stór byggingin verður,“ segir Guðmundur.

Eiga 80% af Firði

Reginn á helmingshlut í 220 Miðbæ á móti félaginu 220 Fjörður ehf. DV fjallaði í desember í fyrra um áform eigenda 220 Fjarðar, sem eru Haraldur Reynir, Landey og einkahlutafélagið FM-hús, um að kaupa allt verslunarrými Fjarðar. Höfðu þeir þá boðist til að kaupa þau eða leyfa eigendum þeirra að láta plássin upp í hlutafé í 220 Firði. Félagið hefur nú tryggt sér um 25 rými eða rúm 80% verslunarmiðstöðvarinnar.

„Við viljum kaupa þannig að verslunareigendur geti sameinast undir einn hatt þannig að það verði hægt að hafa skýrari stefnu um hvernig á að stýra svona verslunarmiðstöð. Það þarf að stækka húsið og auka fjölbreytnina og koma matvöruverslun í miðbæ Hafnarfjarðar og svo þyrfti að opna þar aftur vínbúð,“ segir Guðmundur.

Haraldur Reynir er eigandi útgerðarinnar Úthafsskip en skrifstofa fyrirtækisins er staðsett í Firði. Landey fer með eignarhald Arion banka á fasteignum, lóðum og hlutafé í fasteignafélögum sem ekki eru tekjuberandi að stórum hluta. Útibú bankans í Hafnarfirði er þar að auki staðsett í Firði. FM-hús hét áður Fjarðarmót ehf. og á meðal annars húsnæði Áslandsskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“