Davíð Oddsson segir að hann verði ekki þjóðinni dýr verði hann kosinn forseti Íslands. Kveðst hann ætla láta eftirlaunin duga nái hann kjöri. Þá sagðist hann vilja færa embættið heim og til þjóðarinnar. Eiginkona hans, Ástríður gæti ekki hugsað sér pjatt og snobb og að menn væru að glenna sig hér og þar líkt og ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra komst að orði þegar hann var gestur Björns Inga Hrafnssonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2.
„Þá held ég að það sé við hæfi að þjóðin fái mig frítt.“
Davíð beindi síðan spjótum sínum að Guðna Th. Jóhannessyni og sagði hann hafa barist fyrir Icesave með sömu rökum og Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. S
„Ekki nóg með það og eftir fyrsta Icesave og allt það, þá hélt hann því fram að það mætti ekki vernda Íslenskar innistæður nema að vernda innistæður eða kröfur kröfuhafana. Hæstiréttur henti þessu viðhorfi út. Þannig að hann var á röngu róli blessaður í þessum málum. Auðvitað þarf að nefna það. Hann vildi ganga í Evrópusambandið. “
Sagði Davíð að Guðni þyrfti að útskýra þessi mál fyrir þjóðinni.
„Nú vil ég taka embættið heim. Ég vil að menn horfi heim. Ég vil gera fólkið virkara gagnvart þessu embætti.“
Sagði Davíð að forsetinn hefði dvalið um of erlendis og bætti við að hann vildi draga úr kostnaði og veita þjóðinni aðgang að Bessastöðum.
„Bjóða öllum sem þangað vilja koma. Það þarf að skipuleggja hvernig það verður gert og forsetinn sé til staðar og hitti fólkið sitt.“
Davíð hélt svo áfram að beina spjótum að Guðna Th og sagði hann hafa lýst yfir að þorskastríðin væru ekki hetjudáð heldur þjóðsaga og mont. Gagnrýndi Davíð Guðna fyrir það og sagði um mikinn sigur að ræða fyrir litla þjóð.
„Guðni talaði um að þorskastríðið væri goðsögn, vitleysa og hetjusagnir þegar hann var að vinna að því að fá Icesave samþykkt. Þetta finnst mér ekki hægt. Eftir hrunið hefur sálin farið svolítið úr skorðum.“
Að lokum sagði Davíð að hann ætlaði sér ekki að þiggja laun nái hann kjöri.
„Ég mun ekki þiggja laun á Bessastöðum. Ég fæ eftirlaun sem eru um 40%. […] Ég veit hvernig hún Ástríður er, hún getur ekki hugsað sér pjatt og snobb og að menn séu að glenna sig hér og þar. Þá held ég að það sé við hæfi að þjóðin fái mig frítt.“