fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Magga Pála vonsvikin og vill ekki láta kúga sig: „Hér er úrsagnarbréfið mitt“

Allt á suðupunkti í Samtökunum 78

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 10. apríl 2016 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag trúi ég ykkur … fyrir sársaukafullri ákvörðun minni – brotthvarfi úr Samtökunum 78. Það virðist sem Samtökin 78 séu orðin regnhlífarsamtök fyrir „alls konar hinsegin“ fyrir bæði straight og gay fólk – eitthvað sem væri að mínu mati margfalt betra að hver byggði upp sín eigin samtök sem síðan gætu unnið saman að vild. Því syrgi ég mín gömlu samtök þar sem við, lesbíur og hommar, ræddu meira að segja hvort við ættum að vera í tveimur samtökum en ákváðum að vegna réttindabaráttu samkynhneigðra að snúa bökum saman á sínum tíma.“

Þannig hefst úrsagnarbréf sem Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, birtir á Facebook-síðu sinni. Hún hefur ákveðið að segja sig úr Samtökunum 78. Tekur Margrét það sárt en hún bar ábyrgð á samtökunum í hálfan áratug. Þá hefur hún verið meðlimur í fjóra áratugi. Líkt og DV greindi frá fyrr í dag er allt á suðupunkti í Samtökunum 78 eftir að aðild BDSM samtakanna var samþykkt á annað sinn á félagsfundi í gær. Hafa ýmsar nafntogaðir einstaklingar gagnrýnt ákvörðunina og sagði Ingibjörg Sólrún fyrrverandi borgarstjóri að málið væri dapurlegt. Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi sagði í samtali við DV að stjórn félagsins fagni ákvörðun félagsfundar Samtakanna. „Við erum bæði rosalega ánægð yfir stuðningnum og viðurkenningunni en sorgmædd yfir þeim leiðindum sem þetta hefur valdið.“

Margrét Pála er á öndverðum meiði og segir:

„Með sorg í hjarta segi ég mig úr samtökum sem hafa verið mér óendanlega dýrmæt í allri lífsglímu minni fyrir tilfinningafrelsi og mannréttindum. Þetta eru samtök sem ég hef treyst til að brjóta aldrei á virðingu fólks þar sem allir félagar umræddra samtaka hafa lagt allt í sölurnar fyrir sína eigin virðingu. Samfylgd okkar, mín og umræddra samtaka, spannar á fjórða áratug og með mikilli gleði hef ég unnið að hverju því verkefni sem best hefur þjónað málstað þessara samtaka hverju sinni. Vaskað upp og skúrað og skrúbbað félagsmiðstöð, málað, flísalagt og leitað að fjármagni fyrir málstaðinn, komið fram í fjölmiðlum fyrir hönd hópsins, tekið við formennsku og leitt umrædd samtök í mörg ár, barist fyrir mannréttindum á pólitískum vettvangi, mætt jafnfús á fyrstu „gleðigöngurnar“ þar sem vegfarendur púuðu á okkur og núverandi göngur þegar íslenskt samfélag klappar fyrir mannréttindum okkar. Listinn er endalaus og við erum harla mörg sem höfum nákvæmlega sömu sögu að segja. Ég er sem sagt í fjölmennum hópi vonsvikins samtakafólks sem er þessa dagana að segja sig úr Samtökunum 78.“

Margrét útskýrir ákvörðun sína og segir að aðalfundur, þar sem samþykkt var að veita BDSM samtökunum inngöngu hafi verið ólöglegur þar sem ekki hafi verið boðað til hans með löglegum hætti. Fjöldi meðlima Samtakanna 78 hafi ekki fengið fundarboð og ákvörðunin keyrð í gegn án lýðræðislegrar umræðu.

„Í öðru lagi var ákvörðun hins ólöglega boðaða aðalfundar aftur þvinguð í gegn á almennum félagsfundi þar sem 130 félagar mættu. Aðeins níu atkvæðum munaði á þeim sem vildu fara sáttaleið, byrja ferlið upp á nýtt með lýðræðisumræðu og með nýjum og óumdeilanlegum aðalfundi og hinum sem vildu láta félagsfundinn staðfesta ákvarðanir hins ólögmæta aðalfundar. Meira að segja „stjórn“ sem vafi leikur á að hafi nokkurt umboð, var ekki reiðubúin til að tala óhikað fyrir því að veita rétt tæpum helmingi fundarmanna þetta ráðrúm til umræðna og umhugsunar.“

Margrét segir ákvörðun sína tvíþætta. Hún vilji ekki láta þvinga sig frá sáttaumræðum né vera beitt kúgun af „meirihluta“ líkt og hún orðar það sem nýti sér umdeilt vald og hlusti ekki á þá sem hlut eiga að máli. Þá hefur sambýliskona Margrétar, Lilja Sigurðardóttir, einnig sagt sig úr Samtökunum 78.

„Síðan er ég algjörlega mótfallin stefnubreytingum Samtakanna 78 eins og inntaka BDSM samtakanna er að mínu mati, nema um það ríki almenn sátt allra félaga og að aðferðir stefnubreytinga séu hafnar yfir allan vafa samkvæmt félagslögum. Um hvorugt hefur verið hirt og því yfirgef ég fyrrum mannréttindasamtökin mín með meiri sorg í hjarta en orð fá lýst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“