fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Birgir vill inn í Snaps

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. mars 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt á í viðræðum um að ganga inn í eigendahóp veitingastaðarins Snaps við Þórsgötu. Fari svo munu núverandi eigendur Snaps, Sigurgísli Bjarnason og Stefán Melsted, verða hluthafar í Jómfrúnni ásamt Birgi og Jakobi Einari Jakobssyni, framkvæmdastjóra smurbrauðsstaðarins við Lækjargötu.

„Ég er að skoða samstarf við þá félaga. Það er ekki búið að ganga frá einu eða neinu en það verður innan veitingageirans. Ég get ekki sagt meira fyrr en málin eru klár en þetta ætti að skýrast á næstu tveimur vikum,“ segir Birgir í samtali við DV.

Birgir og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, eru meðal annars hluthafar í Domino’s á Íslandi, djús- og samlokustaðnum Joe and the Juice og veitingastaðnum Gló. Jakob og Birgir keyptu Jómfrúna í fyrra af Jakobi Jakobssyni og Guðmundi Guðjónssyni, stofnendum smurbrauðsstaðarins. Þá hafa hjónin áform um að opna veitingastað undir merkjum Hard Rock við Lækjargötu, við hliðina á Jómfrúnni, í sumar.

Þegar DV fjallaði um áformin í desember í fyrra vildi Birgir ekki svara hvort aðrir fjárfestar kæmu að verkefninu. Aðspurður svarar Stefán að engin áform séu um að hann og Sigurgísli komi að rekstri annarra veitingastaða í eigu hjónanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Í gær

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellert B. Schram fallinn frá

Ellert B. Schram fallinn frá