„Stjórnarsamstarfinu verður ekki haldið áfram eftir 15 mánuði nema verulegar breytingar verði á fylgi stjórnarflokkanna“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins segir að endastöðin sé í augsýn í stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þá segist hún jafnramt vonast til þess að næst þegar Sjálfstæðisflokkurinn taki sæti í ríkisstjórn verði það með frjálslyndari samstarfsaðila.
Eyjan greindi frá þessu fyrr í kvöld Segir Áslaug Arna að um sé að ræða sitthvorn flokkinn og stangist stefna þeirra á í ýmsu. Á meðan Sjálfstæðisflokkinn sé í grunninn frjálslyndur flokkur sé Framsóknarflokkinn hins vegar gjarnan stjórnlyndur. Sem dæmi nefnir hún að ekki hafi verið samstaða á milli flokkanna þegar afnám toll á kartöflusnakki kom til umræðu á Alþingi fyrir jól. „Enda stendur Sjálfstæðisflokkurinn fyrir afnámi tolla, ásamt afnámi vörugjalda og lækkun skatta. Framsókn aftur á móti ekki.“
Þá segir hún að verði ekki haldið áfram eftir 15 mánuði nema verulegar breytingar verði á fylgi stjórnarflokkanna. „Ég vona að næst þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn þá verði það með frjálslyndum samstarfsaðila þannig að ágreiningurinn verði um hve hratt eigi að ganga frelsisveginn, ekki hvort.“