fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Aserta-málinu lokið: Ríkissaksóknari fellur frá áfrýjun

Fjórmenningarnir voru sýknaðir vegna meintra brota á gjaldeyrisviðskiptum í hérðasdómi í árslok 2014 – Sex ár frá einstæðum blaðamannfundi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. febrúar 2016 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari hefur fallið frá áfrýjun til Hæstaréttar í hinu svokallaða Aserta-máli en héraðsdómur Reykjaness hafði í desember árið 2014 sýknað fjóra menn sem voru ákærðir fyrir brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti.

Samkvæmt heimildum DV þá tilkynnti Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari þetta í bréfi sem hún sendi á lögmenn fjórmenninganna fyrr í dag. Var sú ákvörðun ekki rökstudd nánar í bréfinu en í janúar árið 2015 var greint frá því að ríkissaksóknari hyggðist áfrýja málinu til Hæstaréttar. Ekkert verður hins vegar úr því og er málinu núna – sex árum eftir að sakborningarnir voru kærðir og eignir þeirra frystar – endanlega lokið.

Aserta-málið vakti mikla athygli á sínum tíma og boðað var til sérstaks blaðamannafundar í höfuðstöðvum Ríkislögreglustjóra í janúar 2010 þar sem málið var kynnt og meintar sakargiftir raktar. Voru meint ólögleg viðskipti þeirra sögð hafa numið 13 milljörðum króna, en sú fjárhæð jafngilti um 13% af heildarveltu á gjaldeyrismarkaði yfir átta mánaða tímabil.

Dómur héraðsdóms stendur

Þegar fjórmenningarnir – þeir Karl Löve Jóhannesson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson og Ólafur Sigmundsson – voru upphaflega ákærðir af sérstökum saksóknara í mars árið 2013 var ákært fyrir stórfelld brot á gjaldeyrisreglum Seðlabanka Íslands en síðar var fallið frá miklum hluta málatilbúnaðarins. Eftir stóð þá ákæra vegna meintra brota á 8. grein laga um gjaldeyrismál þar sem segir að leyfi Seðlabankans þurfi til að eiga milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi.

Í niðurstöðu héraðsdóms í lok árs 2014 voru fjórmenningarnir hins vegar sýknaðir af þeirri ákæru þar sem gjaldeyrisviðskipti sænska félagsins Aserta voru ekki sögð hafa átt sér stað á Íslandi. Dómur héraðsdóms mun því standa núna þegar ljóst er að ríkissaksóknari hyggst ekki áfrýja málinu til Hæstaréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“