fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fréttir

Þingmaður tekur undir ákall Ragnheiðar: „Viljum við svona heilbrigðiskerfi?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. febrúar 2016 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Viljum við Íslendingar hafa svona heilbrigðiskerfi hér á Íslandi?“ spurði Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Tilefnið er viðtal sem birtist á bleikt.is við Ragnheiði Guðmundsdóttur sem nýverið greindist með fjórða stigs krabbamein.

Í viðtalinu, sem vakið hefur mikla athygli, gagnrýndi Ragnheiður meðal annars þann kostnað sem fylgir því að veikjast og tók hún sem dæmi að hún hafi þurft að greiða 10 þúsund krónur fyrir það eitt að láta lækni segja sér að hún væri með krabbamein. Veikindunum hafi jafnframt fylgt miklar peningaáhyggjur.

„Daginn sem ég fékk fréttirnar um að ég væri með krabbamein á fjórða stigi borgaði ég 7700 krónur fyrir að hitta lækninn sem færði mér fréttirnar og 2500 krónur fyrir blóðprufu. Það er svo mikið rangt við þetta,“

sagði Ragnheiður. Þingmaðurinn vísaði einnig í frétt DV í gær, þar sem meðal annars var rætt við Jón Eggert Víðisson sem situr í stjórn úthlutunarnefndar stuðningssamtaka ungs fólks með krabbamein. Þar sagði Jón Eggert að kostnaðarhlutdeild íslenskra sjúklinga væri mun hærri en í nágrannalöndunum. Sjálfur hafi hann verið búsettur í Frakklandi þegar hann greindist með krabbamein og það væri grátlegt að hugsa til þess hversu mikið betra hann hafi haft það miðað við ef hann hefði greinst á Íslandi. Í Frakklandi hafi hann aldrei þurft að taka upp veskið og félagsráðgjafi hafi séð um öll hans mál á meðan meðferð stóð.

Í umfjöllun DV er einnig að finna samanburð sem fyrst birtist í tímaritinu Krafti, sem sýnir muninn á kostnaði sjúklinga á Íslandi og í öðrum löndum, eða „Íslendingum sem í raun og veru hafa verið það heppnir að búa erlendis þegar þessi illvígi sjúkdómur bar að garði,“ eins og þingmaðurinn orðaði það í ræðu sinni. Að lokum sagði Kristján:

„Viljum við Íslendingar hafa svona heilbrigðiskerfi hér á Íslandi? Er það ekki þetta sem fólkið er að kalla á breytingar með, með undirskriftasöfnuninni sem er að ná 80 þúsund talsins. Ég segi já við því, virðulegi forseti.“

Vísaði hann þar í undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar á vefsíðunni endurreisn.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Selfossi uggandi eftir ljót slagsmál ungmenna í gærkvöldi

Íbúar á Selfossi uggandi eftir ljót slagsmál ungmenna í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ómyrkur í máli: „Kerfið hefur brugðist, samfélagið virkar ekki sem skyldi“

Jón ómyrkur í máli: „Kerfið hefur brugðist, samfélagið virkar ekki sem skyldi“