fbpx
Miðvikudagur 04.september 2024
Fréttir

Borgum tvöfalt meira en fyrir 30 árum

Á meðan þurfa íbúar í nágrannalöndunum nær aldrei að opna veskið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. febrúar 2016 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaður krabbameinssjúklinga, sem og annarra sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu, hefur rokið upp undanfarin ár. Líkt og fram kom í viðtali á Bleikt.is við Ragnheiði Guðmundsdóttur sem er með krabbamein á lokastigi þá tekur það mjög á andlegu hliðina að hafa fjárhagsáhyggjur á sama tíma og barist er við lífshættulegan sjúkdóm.

Í grein sem birtist í tímariti Krafts,sem er stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein, eftir Jón Eggert Víðisson, stjórnarmann í úthlutunarnefnd samtakanna, segir meðal annars að greiðsluþátttaka krabbameinsveikra hafi tvöfaldast frá árinu 1983.

Kostnaður krabbameinssjúklinga

Eitt ár er frá því að greinin birtist. Jón Eggert segir í samtali við DV að ekkert hafi breyst á þessu ári. Kostnaðarþátttaka krabbameinssjúklinga en enn sú sama. Og að sama skapi töluvert meiri en í löndunum í kringum okkur.

Í tímaritinu Krafti má sjá samanburð á kostnaðarþátttöku sjúklinga á Íslandi annars vegar og í nágrannalöndum okkar hins vegar.
Samanburður Í tímaritinu Krafti má sjá samanburð á kostnaðarþátttöku sjúklinga á Íslandi annars vegar og í nágrannalöndum okkar hins vegar.

Jón Eggert fékk krabbamein í eitlana fyrir fimm árum og náði bata. Hann segist sjálfur reyna að koma sér undan því að fara í reglubundnar myndatökur, sem er liður í því að athuga hvort að meinið hafi tekið sig upp aftur, vegna þess hvað þær eru kostnaðarsamar.

Hann sjálfur bjó í Frakklandi á meðan hann barðist við krabbameinið og segir grátlegt að hugsa til þess hversu gott hann hafði það þar, miðað við hvernig krabbameinssjúklingar á Íslandi þurfa að glíma við kostnað af heilbrigðiskerfinu samhliða veikindunum.

Í Frakklandi þurfti Jón Eggert aldrei að taka upp veskið og félagsráðgjafi sá um öll hans mál er sneru að veikindunum á meðan á þeim stóð.

Útgjöldin hækka

Í grein Jón Eggerts segir meðal annars að krabbameinsmeðferð hafi í flestum tilfellum í för með sér skerta starfsgetu. Því lækka ráðstöfunartekjur heimilis umtalsvert en að sama skapi aukast útgjöld heimilisins töluvert þegar fjölskyldumeðlimur veikist alvarlega.

„Nú er það svo að ungur, fullfrískur einstaklingur borgar 33.600 krónur til heilbrigðiskerfisins á hverju almanaksári áður en Sjúkratryggingar Íslands koma til móts við einstaklinginn. Hins vegar verður það aldrei svo að einstaklingur sé gjaldfrjáls. Það er alltaf eitthvað fé sem einstaklingur þarf að reiða af hendi til heilbrigðiskerfisins,“ segir í greininni.

Af því leiðir að hinn dæmigerði einstaklingur, sem verður fyrir því óláni að veikjast af krabbameini, frammi fyrir því að greiða töluvert fé vegna sinna veikinda.

Endalaus kostnaður

Eftir að Sjúkratryggingar Íslands létta undir með hinum dæmigerða einstaklingi mun hann samt sem áður borga rúmar þrjúþúsund krónur fyrir hverja sérfræðiheimsókn, hann mun þurfa að borga ellefuhundruð krónur fyrir hverja blóðprufu, sem eru margar í þessu ferli, og borga frá fjögur upp í tuttugu þúsund krónur fyrir hverja myndatöku í hinum ýmsu tækjum sem þessi einstaklingur fer í.

Flest annað sem viðkemur veikindunum, ógleðilyf, verkjalyf, plástrar, smyrsl, sjúkraþjálfun kostar einnig fé. Þá er ótalinn lyfjakostnaður.

Þegar allt er talið er meðferð við krabbameini á Íslandi mjög dýr og hefur hreinlega reynst sumum ofviða hér á landi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Furða sig á reikningsdæmi FÍB um strætó og einkabílinn – „Þetta bara meikar ekki sens“

Furða sig á reikningsdæmi FÍB um strætó og einkabílinn – „Þetta bara meikar ekki sens“
Fréttir
Í gær

Íslensk hjón fóru í utanlandsferð og komu heim með ónýta ferðatösku

Íslensk hjón fóru í utanlandsferð og komu heim með ónýta ferðatösku
Fréttir
Í gær

Ósætti um kaupréttarsamninga á hluthafafundi Haga – Þetta eru nöfnin níu sem fá að kaupa

Ósætti um kaupréttarsamninga á hluthafafundi Haga – Þetta eru nöfnin níu sem fá að kaupa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Höfum brugðist fjölmörgum kynslóðum þar sem mörg hefðu getað átt tækifæri á miklu betra lífi“

„Höfum brugðist fjölmörgum kynslóðum þar sem mörg hefðu getað átt tækifæri á miklu betra lífi“