Íslensk kona heldur því fram að Roosh V hafi nauðgað sér og skrifað um það í Bang Iceland – sláandi munur á frásögnum
Bandaríski rithöfundurinn S. Jane Gari birtir frásögn íslenskrar konu á bloggi sínu þar sem hún fullyrðir að nauðgunarsinninn Roosh Valizadeh hafi nauðgað henni og birt skrumskælda frásögn af nauðguninni í bók sinni, Bang Iceland.
S. Jane skrifaði sjálf um áralanga kynferðislega misnotkun sem hún varð fyrir af hálfu stjúpföður síns í bókinni Loosing the Dollhouse.
Hún segir íslensku konuna hafa haft samband við sig og greint frá því að ein af sögunum í bókinni Bang Iceland væri um hana, en þó væri himin og haf á milli þess sem stendur í bókinni og því sem raunverulega gerðist að sögn íslensku konunnar.
Í frásögninni er konan kölluð Susan sem er ekki hennar raunverulega nafn.
Í frásögninni segir að konan hafi haft samband við S. Jane í nóvember síðastliðinn og greint frá því hvernig hún hafi hitt Roosh árið 2011. Hann dvaldi hér á landi og var að reyna við íslenskar konur til þess að skrifa bókina Bang Iceland, sem kom út sama ára, og er að öllu jöfnu álitin nauðgunarleiðbeiningar.
Í bókinni er því lýst hvernig hann reynir við konuna/Susan úti á götu, en þaðan sem hún var að yfirgefa bar ásamt vinum sínum. Sjálf var hún ölvuð. Hún segir honum að láta sig í friði og heldur áfram í áttina að heimili sínu, en verður svo vör við að Roosh er enn að elta hana eftir að félagar hennar eru farnir.
„Þú ert með fallegt en sorglegt göngulag,“ sagði hann við hana og bauð henni svo með sér á einhvern stað að drekka meira áfengi.
Hún hafnaði boðinu og hélt áfram. Hann lét sér ekki segjast og bauðst þá til þess að fylgja henni áleiðis heim. Hún sagði að það væri algjör óþarfi. Hann krafðist þess þó. Konan hunsaði hann og hélt áfram sína leið.
Þegar hún kom heim var Roosh enn á eftir henni. Hann spurði hvort hann mætti nota klósettið heima henni, og hún verður við þeirri bón.
Eftir það greinir aðilum á hvað gerðist.
Roosh skrifar í bók sína að hún hafi þakka honum fyrir að hafa fylgt sér heim og byrjað að hita súpu. Hún hafi því næst setist hjá Roosh og sett fætur sínar yfir hans. Þá segir hann í bókinni, í grófri þýðing:
„Fætur hennar voru pínkulitlir og ég bar þá saman við höndina mína, sem var nokkru stærri. Ég fór þá í skuggalega graðan ham og byrjaði að nudda á henni fæturnar.“
Hann segir að þau hafi byrjað að kyssast eftir stutt samtal þeirra á milli. Hún hafi svo staðið upp, hellt súpu í skál og gengið inn í svefnherbergi.
Roosh segist hafa elt hana inn í svefnherbergið. Hann bætir við að hlutirnir hafi gerst hratt. Hann hafi rifið utan af henni fötin, hún hafi spurt hann hvort hann væri með smokk, og svo byrjuðu þau að sofa saman að hans sögn.
Sjálfur lýsti hann atvikum svona í bókinni – aftur í grófri þýðingu: „Það var varla að við hefðum kysst hvort annað. Ég var of drukkinn til þess að finna eitthvað, og hún var of drukkinn til þess að „blotna“, þannig að eftir fimm mínútur hættum við að stunda kynlíf, ef kynlífmætti kalla. Við lögðumst á bakið. Hún steinsofnaði og byrjaði að hrjóta.“
Frásögn stúlkunnar eru töluvert öðruvísi og varpar kannski einhverskonar ljósi á aðstæður. Hún segir í samtali við S. Jane að um leið og Roosh var búinn að á klósettinu, hafi hann spurt hana hvort hún væri ein heima. Hún svaraði játandi.
Hann bað hana þá um að snerta á sér typpið. Hún þverneitaði, en hann greip þá í höndina á henni og neyddi hana til þess að koma við sig.
Konan mótmælti og spurði: „Af hverju ertu að gera þetta, þú ert brjálaður!“
(e. Susan started crying and said, “Why are you doing this? You’re crazy.”)
Roosh á þá að hafa hlegið og yfirbugað hana. Því næst á hann að hafa sagt: „Allar stelpur fíla þetta. Þetta er fantasía allra kvenna. Þú veist ekki einu sinni hvað þú ert að segja. Þú ert drukkin, en ég fíla drukknar stelpur.“
Því næst á hann að hafa nauðgað henni.
Stúlkan segist hafa verið miður sín þegar hún komst að því að Roosh hefði skrifað um hina meintu nauðgun í bók sína, Bang Iceland. Hún segist hafa leitað sérfræðiastoðar vegna þunglyndis eftir atvikið en ákveðið að kæra ekki Roosh, þar sem hún taldi það hafa lítið upp á sig þar sem hann væri búsettur í Bandaríkjunum.
Á blogginu er hugsanleg fórnarlömb Roosh hvött til þess að stíga fram og segja sögu sína af reynslu sinni með Roosh.
Eins og oft hefur komið fram þá virðast bækur Roosh ganga út á að einangra drukknar konur og misnota ástand þeirra í kjölfarið.
DV hafði samband við Stígamót sem könnuðust ekki við að fórnarlömb Roosh hefðu leitað til þeirra, auk þess sem þau svör fengust að það væri varla hægt að tjá sig um svo sértæk atvik.
Konan sem um ræðir hefur ekki kært Roosh fyrir kynferðisbrot.
Athugið að atvikið sem um ræðir er ekki frægt atriði úr bók Roosh þar sem hann sagði að ein íslensk kona sem hann svaf hjá hafi verið svo ölvuð að slíkt samneyti hefði verið álitið kynferðisbrot í Bandaríkjunum.