Bandaríska ferðaritið Travel&Leisure hefur útnefnt Snæfellsnes sem besta áfangastað vetrarins í Evrópu, og fer fögrum orðum um þennan hluta landsins. Í grein á vefnum segir að enginn staður á Íslandi sé eins stórfenglegur og Snæfellsnesið með sitt mosaklædda hraun, þokukennda og tindótta firði, að ógleymdum Snæfellsjökli sem gnæfi yfir öllu.
Snæfellsnes trónir efst á listanum „Europe´ Best Winter Getaways,“ og er ferðamönnum ráðlagt að að skella sér í svokallað vegaferðalag eða „road trip“ um þennan hluta landsins.
Fram kemur að best sé að byrja ferðina á hótel Egilsen í Stykkishólmi og rölta síðan yfir götuna og snæða afrbragðsgott lambakjöt á Narfeyrarstofu, veitingahúsi sem lítur út eins og heimilið hennar ömmu. Daginn eftir sé svo tilvalið að keyra 130 kílómetra út á nesið, fram hjá fossum og fjörum og þá mælir greinarhöfundur með því að ferðalangar eyði kvöldinu á Hótel Búðum, enda sé hótelið eitt og sér þess virði að heimsækja.
Fram kemur að útsýnið út á jökulinn sé úr hverjum glugga hótelsins auk þess sem barinn á hótelinu inni haldi glæsilegt viskísafn,
Þá eru þeir ferðalangar sem eiga sér þann draum að sjá norðurljósin sagðir vera á besta stað þar sem að hótelið bjóði upp gestum upp á láta vekja sig þegar það sést til ljósanna dansa á himninum.