fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

„Við erum löngu komin fram úr því að þurfa að draga fólk fyrir dómstóla fyrir að segja nautheimskulega hluti“

Helgi Hrafn er mótfallinn ákærum á hendur fólki fyrir hatursorðræðu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. desember 2016 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samfélagið ræður alveg við svona heimskuleg sjónarmið,“ segir Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson á Facebook. Hann lýsir þar þeirri skoðun sinni að hann sé mótfallinn þeim ákærum sem gefnar hafa verið út á hendur nokkrum einstaklingum vegna meintrar hatursorðræðu í garð samkynhneigðra.

Hann segist vonast til þess að dómstólar hendi málinu „öfugu út úr réttarsal“. Hann segir að það væri stórslys fyrir tjáningarfrelsið ef dómstólar myndu dæma sækjendum í hag.

Hann segir, til að fyrirbyggja misskilning, að í orðum hans felist engar undirtektir við þau sjónarmið sem birtast í „þessum nautheimskulegu samtölum.“. Þetta sé með því allra heimskulegasta sem hann hafi lesið. Ákærurnar séu þó beinlínis hættulegar. „Þær sannfæra engan, þær draga ekki úr hatrinu heldur þvert á móti blæs þeim byr undir báða vængi.“

Pétur Gunnlaugsson sætir ákæru fyrir meinta hatursorðræðu.
Umdeildur Pétur Gunnlaugsson sætir ákæru fyrir meinta hatursorðræðu.

Greint hefur verið frá því að Pétur Gunnlaugsson, útvarpsstjóri á Sögu og bloggarinn Jón Valur Jensson séu á meðal hinna ákærðu en þeim er gefið að sök að viðhafa hatursorðræðu í garð meðlima Samtakanna ’78, vegna kynhneigðar þeirra.

Hann segist átta sig á að orðin sem fólkið hafi látið frá sér séu mjög særandi. En það verði að vera löglegt. Hann segir að samfélagið geti ekki leyft sér að hafa lög sem ákæra fyrir svona lagað. „Ég er alveg jafn móðgaður og hver annar yfir þessum fáránlegu samskiptum, en þau eru samt bara það; rosalega særandi og móðgandi. Það þýðir ekki að það dragi úr hatrinu eða heimskunni að fara með málið í dómstóla.“

Hann minnir á að þjóðin hafi hafnað Íslensku þjóðfylkinguni í nýliðnum kosningum. Flokkurinn hafi beðið algert afhroð. „Þessi sjónarmið eru á undanhaldi í heildina litið, þótt af og til valdi svona þöggunartilburðir því að glæðurnar fá aðeins of mikið súrefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“