Mál guðfræðingsins Jóns Vals Jenssonar verður þingfest í Héraðsdómir Reykjavíkur á föstudag. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta manns fyrir hatursorðræðu en það voru Samtökin ’78 sem kærðu þá í apríl á síðasta ári. Þeirra á meðal er Jón Valur. RÚV greinir frá þessu.
Jón Valur er ákærður fyrir þrjár bloggfærslur sem hann skrifaði í apríl. Í ákærunni segir að ummælin hafi falið í sér háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna vegna kynhneigðar og kyvitundar þeirra. Færslurnar vörðuð fræðslu fulltrúa Samtakanna ’78 í grunnskólum.
RÚV hefur eftir Jóni að ákæran sé tilhæfulaus með öllu. Hann væri hneykslaður því ekkert í skrifum hans mætti flokka sem hatursorðræðu.
Pétur Gunnlaugsson, útvarpsstjóri á Útvarpi sögu, er einnig á meðal ákærðu.