fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

IKEA-geitin brann í nótt: Þrír menn handteknir

Geitin brann nánast til kaldra kola

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 14. nóvember 2016 07:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IKEA-geitin við Kauptún í Garðabæ brann nánast til kaldra kola í nótt eftir að eldur var borinn að henni. Tilkynnt var um eld í geitinni klukkan fjögur í nótt og að sögn lögreglu sáust hinir grunuðu yfirgefa vettvanginn í bifreið sem var stöðvuð skömmu síðar. Þar voru þrír menn handteknir og voru tveir þeirra vistaðir í fangageymslu lögreglu.

Mbl.is hefur eftir varðstjóra hjá slökkviliðinu að geitin hafi nánast brunnið til kaldra kola. Í síðustu viku var reynt að kveikja í geitinni en þeir sem þar voru að verki höfðu ekki erindi sem erfiði. Þeir mega reyndar prísa sig sæla því litlu mátti muna að þeir kveiktu í sér, eins og sást á öryggismyndavélum og greint var frá á dögunum.

Uppfært kl.16.21: Fram kemur á vef mbl.is að kona og karl séu í haldi lög­reglu, sökuð um að hafa kveikt í jóla­geit­inni. Þriðji einstaklingurinn, sá sem var sleppt, er kona. Um er að ræða fullorðna einstaklinga en ekki er ljóst hvort um sé að ræða sömu ein­stak­linga og þá sem reyndu að kveikja í geit­inni fyr­ir helg­ina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi