fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Hrefnuútgerð skilar tapi

IP útgerð í Garðabæ var rekin með 7,5 milljóna tapi í fyrra

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. nóvember 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvalveiðifyrirtækið IP útgerð ehf. var rekið með 7,5 milljóna króna tapi í fyrra. Það ár veiddu starfsmenn þess 29 dýr. Afkoman var þá örlítið lakari en árið 2014 þegar reksturinn skilaði 6,7 milljóna tapi.

IP útgerð er í eigu Höllu Hallgeirsdóttur en eiginmaður hennar Gunnar Bergmann Jónsson hefur stundað hrefnuveiðar í rúman áratug. Síðustu ár hefur fyrirtæki þeirra gert út skipið Hrafnreyður KÓ-100 en bókfært virði þess var 5,5 milljónir í árslok 2015. Aðrar eignir félagsins, sem er skráð í Garðabæ, námu þá 848 krónum en skuldirnar samtals 22,5 milljónum.

Félag Höllu var eitt tveggja fyrirtækja sem stunduðu hrefnuveiðar síðasta sumar. Gunnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 2. september síðastliðinn að starfsmenn útgerðarinnar hefðu veitt 46 dýr í sumar. Aukin eftirspurn og léleg aflabrögð hafa leitt til þess að flytja hefur þurft hrefnukjöt hingað til lands. Vörur útgerðarinnar eru seldar í verslunum hér á landi en hjónin eiga einnig félagið IP dreifing ehf. Það var rekið með 265 þúsunda króna hagnaði í fyrra og átti þá eignir upp á 30 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri