fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Lóðarskuld kísilvers safnar dráttarvöxtum

– Geysir Capital skuldar Reykjaneshöfn 162 milljónir – Benda á höfnina

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. október 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjaneshöfn hefur ekki enn fengið greiddar 162 milljónir króna af kaupverði lóðarinnar undir kísilver United Silicon í Helguvík. Dráttarvextir vegna vanskilanna nema nú um átján milljónum króna.

Höfnin seldi lóðina árið 2012 og á eigandi hennar, einkahlutafélagið Geysir Capital, enn eftir að ganga frá tveimur síðustu greiðslunum. Önnur þeirra nemur 100 milljónum króna og var á gjalddaga í byrjun nóvember í fyrra og fór í innheimtu hjá lögfræðingi hafnarinnar um síðustu áramót. Stjórnarformaður Geysis Capital hefur sagt tafir á hafnarframkvæmdum í Helguvík ástæðu þess að félagið hefur haldið eftir greiðslum.

Seld á 362 milljónir

Geysir Capital eignaðist lóðina Stakksbraut 9 í Helguvík árið 2014 þegar félagið keypti hana af Stakksbraut 9 ehf. Reykjaneshöfn, sem er í eigu Reykjanesbæjar, seldi Stakksbraut 9 lóðina árið 2012 á 362 milljónir króna en félagið rann inn í United Silicon (Sameinað Sílíkon hf.) nokkrum mánuðum eftir að Geysir Capital gekk frá kaupunum. Kaupverðinu var, eins og kom fram í DV í febrúar síðastliðnum, skipt í fjórar greiðslur og hefur Geysir Capital, sem er í eigu hollenska félagsins USI Holding BV, greitt tvær þeirra eða alls 200 milljónir króna.

Þriðja greiðslan átti eins og áður segir að berast höfninni í nóvember í fyrra en sú fjórða í apríl síðastliðnum. Auðun Helgason, stjórnarformaður Geysis Capital, sagði í aðsendri grein í Víkurfréttum í ágúst að vanskilin mætti rekja til tafar á hafnarframkvæmdum Reykjaneshafnar í Helguvík.

„Ekki mun standa á greiðslu frá félaginu þegar töfinni léttir. Þess má geta að United Silicon hf. greiðir hafnargjöld til Reykjaneshafnar samkvæmt gjaldskrá hafnarinnar, sem er mun hærri en hjá til dæmis Faxaflóahöfnum og Hafnarfjarðarhöfn,“ sagði Auðun í greininni.

„Okkur er alveg sama“

Auðun er einnig stjórnarmaður í United Silicon og félögunum Kísill Ísland hf. og Kísill III slhf. sem eiga 99% af hlutafé kísilversins. Hann tók við stjórnarformennsku Geysis Capital í apríl en í stjórninni situr einnig Magnús Ólafur Garðarsson, starfandi stjórnarmaður í United Silicon og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins. Magnús sagði í samtali við DV í ágúst 2015, þremur mánuðum áður en þriðja greiðslan var á gjalddaga, að hafnaraðstaðan væri „fín eins og hún er“. Tilefnið var minnisblað sem hafði þá verið lagt fram í bæjarráði Reykjanesbæjar og fjallaði um umsókn sveitarfélagsins um 2,3 milljarða króna ríkisstyrk vegna hafnarframkvæmda í Helguvík. Var þar bent á að Reykjaneshöfn þyrfti aðstoðina svo fyrirtækið gæti uppfyllt skuldbindingar sínar vegna kísilvers United Silicon.

„Okkur er alveg sama enda þurfum við ekki á þessari stækkun að halda næstu árin þar sem hafnaraðstaðan er fín eins og hún er,“ sagði Magnús. Aðspurður svaraði hann að höfnin ætti að duga til ársins 2019 þegar framleiðslugeta verksmiðjunnar myndi aukast með öðrum málmbræðsluofni.

„Hins vegar er alveg rétt að þegar við stækkum verksmiðjuna og fáum ofn númer tvö þá höfum við samið um að hafnarkanturinn verði lengdur til vesturs en eins og ég segi þá liggur svo sem ekkert á því fyrir okkur,“ sagði Magnús í samtali við DV í ágúst í fyrra.

Ekki náðist í Auðun Helgason við vinnslu fréttarinnar. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að staðfesta að höfninni hefði enn ekki borist milljónirnar 162.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá