Foreldrar eru reiðir og ósáttir við ákvörðun skólastjórnenda í Ekholt Skole í Noregi. Stjórnendurnir vilja að hið árlega jólahlaðborð verði ekki tengt við jólin, heldur kallað vetrarhlaðborð.
Skólastjórnendur settu sig í samband við foreldra barna í skólanum en hefð er fyrir því að foreldrar sjái um jólahlaðborð fyrir nemendur í desember. Með þessu vilja stjórnendur koma í veg fyrir að nemendur sem halda ekki hátíðleg jól mæti í veisluna.
Pressan fjallar um málið í dag en fréttin talar við frétt DV frá því í fyrra en þá greindi DV frá því að Langholtsskóli hefði lagt af heimsóknir nemenda í Langholtskirkju fyrir jólin. Í bréfi frá skólastjóra sem sent var foreldrum kom fram að ástæða þessarar breytingar væri sú að allir gætu tekið þátt í henni en margir nemendur væru ekki í Þjóðkirkjunni. Árið áður var nemendum sem ekki máttu fara til kirkju látnir halda kyrru fyrir í skólanum á meðan á kirkjuferðinni stóð. Um þetta spunnust heitar umræður og hart tekist á um málið á samskiptamiðlum og kommentakerfum.
Í Noregi er nú svipað upp á teningnum. Það er Dagbladet.no sem fjallar um málið og segir marga reiða, með þessu sé verið að banna þeim að fagna hinni heilögu kristnu hátíð en skólastjórinn vísar því á bug. Skólinn sé kristinn með norsk gildi í heiðri. Hún biðji foreldra aðeins tvisvar á ári að sleppa því að nota orðið jól og það sé til að allir geti mætt en dæmi séu um að börn hafi ekki mætt á viðburði vegna trúarskoðana.
Samkvæmt frétt Pressunnar hefur Framfaraflokkurinn verið hávær vegna málsins og segir marga foreldra reiða. Löng hefð sé fyrir því í samfélaginu að halda jólafögnuð.