fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Foreldrar reiðir: Skólastjórnendur vilja ekki nota orðið jól – Jólahlaðborð verður vetrarhlaðborð

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 12. október 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar eru reiðir og ósáttir við ákvörðun skólastjórnenda í Ekholt Skole í Noregi. Stjórnendurnir vilja að hið árlega jólahlaðborð verði ekki tengt við jólin, heldur kallað vetrarhlaðborð.

Skólastjórnendur settu sig í samband við foreldra barna í skólanum en hefð er fyrir því að foreldrar sjái um jólahlaðborð fyrir nemendur í desember. Með þessu vilja stjórnendur koma í veg fyrir að nemendur sem halda ekki hátíðleg jól mæti í veisluna.

Mikill hiti var eftir að DV greindi frá því að kirkjuferðir yrðu lagðar af.
Mikill hiti var eftir að DV greindi frá því að kirkjuferðir yrðu lagðar af.

Pressan fjallar um málið í dag en fréttin talar við frétt DV frá því í fyrra en þá greindi DV frá því að Langholtsskóli hefði lagt af heimsóknir nemenda í Langholtskirkju fyrir jólin. Í bréfi frá skólastjóra sem sent var foreldrum kom fram að ástæða þessarar breytingar væri sú að allir gætu tekið þátt í henni en margir nemendur væru ekki í Þjóðkirkjunni. Árið áður var nemendum sem ekki máttu fara til kirkju látnir halda kyrru fyrir í skólanum á meðan á kirkjuferðinni stóð. Um þetta spunnust heitar umræður og hart tekist á um málið á samskiptamiðlum og kommentakerfum.

Langholtskóli hélt svo friðar og kærleikshátíð hátíð þar sem allir voru velkomnir
Langholtskóli hélt svo friðar og kærleikshátíð hátíð þar sem allir voru velkomnir

Í Noregi er nú svipað upp á teningnum. Það er Dagbladet.no sem fjallar um málið og segir marga reiða, með þessu sé verið að banna þeim að fagna hinni heilögu kristnu hátíð en skólastjórinn vísar því á bug. Skólinn sé kristinn með norsk gildi í heiðri. Hún biðji foreldra aðeins tvisvar á ári að sleppa því að nota orðið jól og það sé til að allir geti mætt en dæmi séu um að börn hafi ekki mætt á viðburði vegna trúarskoðana.

Samkvæmt frétt Pressunnar hefur Framfaraflokkurinn verið hávær vegna málsins og segir marga foreldra reiða. Löng hefð sé fyrir því í samfélaginu að halda jólafögnuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna

Kvikmyndagerðarmenn þurftu að endurgreiða tugi milljóna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Í gær

Segir að svona geti Evrópa varið sig án stuðnings Bandaríkjanna

Segir að svona geti Evrópa varið sig án stuðnings Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Andstaðan við Elon Musk eykst innan MAGA-hreyfingarinnar

Andstaðan við Elon Musk eykst innan MAGA-hreyfingarinnar
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað