Hildur Þórðardóttir ætlar að bjóða sig fram í sumar – „Einkunnarorð mín eru samvinna, skilningur, kærleikur, samkennd og auðmýkt“
Hildur Þórðardóttir, rithöfundur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í næstu forsetakosningum. Frá þessu greindi Hildur á Facebook-síðu sinni fyrir skemmstu.
„Þá er komið að því. Ég ætla að bjóða mig fram til forseta í sumar. Bókin sem ég er að skrifa, Framtíð Íslands, er til stuðnings framboðinu og vitundarvakning fyrir almenning um hvað við erum að fara í gegnum sem þjóð.“
Hildur segir að íslenska þjóðin sé að fara í gegnum mikið breytingatímabil þessa áratugina og margt muni óhjákvæmilega breytast. Hún segir að það sé margt sem Íslendingar geti þó áorkað með réttri stefnu.
_ „Við viljum betra samfélag, jöfnuð, gagnsæi, réttlæti, náttúruvernd, samvinnu og meira vald til fólksins. Ég stend fyrir endurskoðun stjórnkerfisins, fleiri þjóðfundi og þjóðaratkvæðagreiðslur, aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds, í stað þingræðis verði þjóðstjórn eða fagráðherrar, ráðherrar sitji ekki á þingi og að þingmenn vinni saman að heill lands og þjóðar. Ég stend fyrir endurskoðun heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og hvar sem við teljum þörf á endurbótum.“_
Hildur segir að forsetinn sé í hennar huga sameiningartákn þjóðarinnar og andlegur leiðtogi. Auk þess sem hann sé öryggisventill gagnvart Alþingi, landsmóðir, fulltrúi landsins út á við og fyrirmynd landsmanna.
„Einkunnarorð mín eru samvinna, skilningur, kærleikur, samkennd og auðmýkt.“
Nokkrir hafa þegar boðað framboð sitt til forseta Íslands í kosningunum sem verða í sumar. Fyrr í dag tilkynnti Árni Björn Guðjónsson framboð sitt og fyrir hafa þeir Ástþór Magnússon og Þorgrímur Þráinsson tilkynnt um framboð.
Sjá einnig: Árni ætlar í forsetaframboð: Mun leita liðsinnis páfans
Hér má lesa færslu Hildar í heild sinni.
(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));
Kæru vinir Þá er komið að því. Ég ætla að bjóða mig fram til forseta í sumar. Bókin sem ég er að skrifa, Framtíð Í…
Posted by Hildur Þórðardóttir Thordardottir on 3. janúar 2016