Ætlar að sitja tvö kjörtímabil verði hann kjörinn – Mun leggja áherslu á að eyða hatri
Árni Björn Guðjónsson, fyrrum oddviti framboðs Kristilegrar stjórnmálahreyfingar, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í næstu forsetakosningum.
Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar er haft eftir fréttatilkynningu frá Árna Birni þar sem hann segist ætla að sitja í tvö kjörtímabil, verði hann kjörinn til embættis.
Árni er 76 ára gamall og var áður oddviti framboðs Kristilegrar stjórnmálahreyfingar. En flokkur bauð fram í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi í Alþingiskosningunum árið 1995. Flokkurinn fékk þá 0,2 prósent atkvæða eða alls 316 atkvæði.
Árni segir að verði hann kjörinn forseti Íslands muni hann leggja aðaláherslu á að eyða hatri á Íslandi og um allan heim. Hann segist ætla að leita liðsinnis páfans í Róm til að ná því markmiði.
Þess má geta að Ástþór Magnússon og Þorgrímur Þráinsson hafa einnig boðað framboð sitt til forseta Íslands.
Sjá einnig: Ástþór býður sig fram til forseta