fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Forstöðumaður meðferðarheimilis: „Kjaftæði að eyða skattpeningunum okkar í að aðstoða svona lið“

Segir þetta „lið“ ekki þurfa neina hjálp – Sakaður um að fordæma ungt fólk með fíkniefnavanda – „Slegið fram í kæruleysi til að stuða fólk“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. janúar 2016 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Jóhann Sigurðsson, annar forstöðumanna meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði, fer hörðum orðum um þá aðstoð sem utanríkisráðuneytið ákvað að veita íslenska parinu sem handtekið var í Brasilíu undir lok síðasta árs í færslu sem hann birti í síðustu viku. Ari segir að færslan hafi verið birt í kæruleysi til að stuða fólk. Líkt og greint hefur verið ítrekað frá í fjölmiðlum voru tveir Íslendingar, 26 ára karlmaður og tvítug stúlka handtekinn með allt að 8 kíló af kókaíni þegar þau voru á leið úr landi í Brasilíu.

„Hvaða andskotans kjaftæði er þetta að eyða skattpeningunum okkar í að aðstoða svona lið,“ skrifaði Ari í færslu á Facebook-síðu sinni 16. janúar síðastliðinn en með færslunni deildi hann frétt DV þar sem greint var frá því að fulltrúi stjórnvalda yrði sendur til Brasilíu til aðstoðar parinu unga. Færslunni hefur nú verið eytt út af Facebook-síðu Ara.

Í einni athugasemd við færsluna spyr Ari hvort að ekki væri réttast að stofna til fjáröflunar fyrir þetta „lið.“

„Það hefur verið gert áður í samskonar málum, til að tryggja „réttlæta“ málsmeðferð og flutning heim til Íslands.“

Töluverð umræða skapaðist vegna færslunnar og var orðalag Ara harðlega gagnrýnt, sérstaklega þar sem hann er forstöðumaður meðferðarheimilis fyrir ungt fólk sem glímir meðal annars við fíkniefnavandamál.

Í nokkrum athugasemdum er bent á að parið, 20 ára kona og 26 ára karlmaður, hefði verið handtekið eftir að hafa sogast inn í heim fíkniefna og að réttast væri að veita þeim aðstoð í stað þess að fordæma þau. Þá séu skrifin til þess fallin að særa nána ættingja parsins. Er forstöðumanninum meðal annars bent á að „svona „lið“ gæti allt eins verið dóttir þín. Svona „lið“ þarf hjálp, ekki fordæmingar“.

Ari svarar einni gagnrýninni á þann veg að oft vilji þeir sem þurfi á hjálp að halda ekki þiggja aðstoð. Hann segir að parið verði að axla ábyrgð á gjörðum sínum en bendir á að ekki eigi að þagga niður umræðuna um svona mál.

„Þetta „lið“ þarf enga hjálp. Það á að taka út sína refsingu í því landi sem þau verða dæmd, þ.e.a.s. ef þau verða dæmd.“

Þá segir Ari á öðrum stað:

„Gleymum því ekki að stór hópur hér á landi vill lögleiða neyslu ákveðinna fíkniefna s.s. kannabis.“

DV náði tali af Ara í dag þar sem hann sagðist ekki vita neitt um parið og að færslan hafi verið skrifuð og birt í kæruleysi. DV hafði samband við Ara í gær og var færslunni og umræðunum eytt eftir það.

„Ég set oft inn færslur til að stuða fólk. Ég veit ekki neitt um þetta fólk og þetta endurspeglar engan vegin mína afstöðu sem forstöðumaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund