Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, veltir fyrir sér hvort það sé kominn tími til þess að beita foreldra dagsektum
Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, veltir því fyrir sér á Facebook hvort það sé kominn tími til þess að taka upp dagsektir í íslenskum skólum vegna fjarveru kvíðinna barna.
Hugleiðinguna ritar hún í kjölfar pistils Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, í Fréttablaðinu um áfallahjálp og DV greindi meðal annars frá.
Soffía skrifar:
„Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópu barna sem mætir ekki í skólann (nýyrðið skólaforðun) vegna kvíða fyrir einu og öðru. Foreldrar lenda í erfiðleikum með að mæta þessum vanda og treysta sér ekki til að koma börnunum af stað af ótta við að það gangi of nærri þeim. Skólarnir hafa fá úrræði önnur en fund eftir fund eftir fund eftir fund… sem fjölgar á í hvert sinn af allskonar sérfræðingum eftir því sem vandinn vex og þegar vandinn er orðinn gríðarlega alvarlegur.“
Hún bætir við að enga rannsóknir sýni fram á að það sé betra að halda barni heima ef það kvíðir einhverju eða treystir sér ekki til að takast á við daglegar athafnir.
„Miklu frekar hefur það sýnt sig að með því að koma barni alltaf af stað í skólann en vinna síðan með vandann samhliða, það reynist farsælla og getur leiðrétt hegðun sem hættan er á að fylgi viðkomandi einstaklingi áfram út í lífið. Og það er ekki farsælt fyrir hann,“ bætir hún við.
Soffía lýkur svo hugleiðingunni á þessum nótum:
„Þetta er mín persónulega skoðun: Er kannski kominn tími til að taka upp dagsektir í íslenskum skólum? Að fólk greiði sektir ef börn mæta ekki í skólann. Þetta er þekkt í öðrum löndum þar sem meiri virðing virðist borin fyrir skólakerfinu. Barn á að mæta í skólann hvað sem tautar og raular, nema það sé fárveikt. „Æ ég er svo slöpp/þreytt/vil ekki fara í leikfimi/vil ekki fara í sund, hún var að stríða mér, enginn vill leika við mig…“ rökin gilda þá ekki lengur.“
(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));
Orð í tíma töluð hjá lækninum. Horfi ég þá til dæmis inn í skólakerfið. Þar er vaxandi hópu barna sem mætir ekki í skó…
Posted by Soffía Vagnsdóttir on Saturday, 16 January 2016