fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Fréttir

Ferðamönnum í vanda neitað um aðstoð lögreglu og einkaaðila

Sátu fastir í meira en fjórar klukkustundir – Voru fjarri byggðu bóli um hánótt – „Væru ekki í því að hjálpa túristum sem festu sig“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. janúar 2016 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir ferðamenn sem festu bílaleigubíl fjarri byggðu bóli um hánótt var neitað um aðstoð frá lögreglu og einkaaðila sem sérhæfir sig í að draga bíla úr festu. Frá þessu greinir Sævar Þór Jónsson, lögmaður, í pistli sem hann birti á Eyjunni í gær.

„Nú fyrir helgi upplifði ég mjög sérstaka afstöðu bæði lögreglu og þjónustuaðila á sviði dráttarbílaþjónustu þegar erlendir túristar, sem voru með bílaleigubíl á vegum félags sem ég sit í stjórn fyrir, lentu í því að festa bifreiðina fjarri byggð.“

Ekki í því að hjálpa túristum sem festu sig

Sævar segir að ferðamennirnir hafi hringt í lögregluna í umdæminu um þrjú leytið, að nóttu, og greint frá því að bílinn þeirra væri fastur í snjó. Hann segir að lögreglan hafi þá gefið þeim beint samband við bílaleiguna með þeim skilaboðum að þeir ættu að leita þangað eftir aðstoð.

„Þessi afstaða verður að teljast mjög sérstök sérstaklega þegar ekki lá skýrt fyrir hvar umræddir aðilar væru staðsettir og hefðu vel getað verið í aðstæðum sem væru þeim hættulegar. Starfsmaður bílaleigunnar leitaði svo aftur til lögreglu eftir aðstoð og skýringa en fékk þá það svar að þeir væru ekki í því að hjálpa túristum sem festu sig.“

Sævar segir að afstaða lögreglunnar hafi verið skýr. „Þeir myndu sækja fólkið ef það væri í hætti annars yrðu það að finna út úr þessu sjálft eða starfsmenn bílaleigunnar.“

Þjónustuaðili hættur að aðstoða túrista sem festa sig

Eftir að hafa fengið þessi skilaboð óskuðu starfsmenn bílaleigunnar eftir því að lögreglan benti þeim á þjónustuaðila sem gæti aðstoðað. Sævar segir að ljóst var að leita þyrfti aðstoðar í að finna ferðamennina um hánótt og um leið koma þeim til byggða.

Þá var haft samband við dráttarbílafyrirtæki á svæðinu. Sá sem þar svaraði sagðist ekki geta veitt fólkinu aðstoð.

„Þeir hjálpuðu ekki túristum sem festu sig, það hefði verið svo mikið að gera hjá þeim í því að þeir væru hættir þessu,“ segir Sævar og bætir við:

„Sem sagt lögreglan vildi ekki hjálpa til né einkaaðili sem sérhæfði sig í að draga og sækja ökutæki því það hefði verið svo mikið að gera í því.“

Allir vilja græða en enginn vill hjálpa

Að lokum var það hópur starfsmanna frá bílaleigunni sem kom fólkinu til bjargar. Það var þá búið að sitja fast í meira en fjórar klukkustundir. Sævar segir að ofangreindir fagaðilar hefðu getað komið fólkinu til aðstoðar á mun skemmri tíma. Hann spyr sig hvort að afstaða þeirra, lögreglunnar og þjónustuaðila, beri keim af hroka.

„Allir vilja græða á túristunum en þegar þeir þurfa á aðstoð að halda þá mega þeir eiga sig af því þeir eru svo vitlausir og kunna ekki að keyra við íslenskar aðstæður.“

Sævar bendir á að ferðaþjónusta sé ein arðbærasta atvinnugrein landsins og að hugsunarháttur sem þessi sé afar hættulegur fyrir greinina.

„Við megum ekki leyfa okkur svona vinnubrögð né afstöðu því allt svona spyrst út og hefur neikvæð áhrif á atvinnugrein sem er í eðli sínu mjög viðkvæm.“

Hér má lesa pistil Sævars í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bankarnir hafa sópað til sín 462 þúsund milljónum í hreinar vaxtatekjur

Bankarnir hafa sópað til sín 462 þúsund milljónum í hreinar vaxtatekjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“

Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samgöngustofa segir aðgang að tilteknum sjúkraskrám nauðsynlegan

Samgöngustofa segir aðgang að tilteknum sjúkraskrám nauðsynlegan