Lést í nótt eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein
Breski tónlistarmaðurinn David Bowie er látinn. Bowie var einn allra þekktasti tónlistarmaður heims en tilkynnt var um andlát hans á Twitter fyrir skemmtu.
Þar segir að Bowie hafi látist í gær eftir 18 mánaða baráttu við krabbameina. Bowie var 69 ára gamall þegar hann lést.
Bowie hét réttu nafni David Robert Jones og var afar farsæll tónlistarmaður á síðari hluta síðustu aldar. Á meðal þekktra laga hans má meðal annars nefna: Ziggy Stardust, Young Americans, Heroes og Fame.
Alls gaf Bowie út 25 plötur. Sú síðasta, Blackstar, kom út fyrir um viku síðan, eða á 69 ára afmæli hans. Þá lék Bowie í nokkrum kvikmyndum á ferli sínu.
January 10 2016 – David Bowie died peacefully today surrounded by his family after a courageous 18 month battle… https://t.co/ENRSiT43Zy
— David Bowie Official (@DavidBowieReal) January 11, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js