fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Íslenskt heilbrigðis- starfsfólk ósammála um skaðsemi rafretta: Heimilislæknir segir nikótín álíka skaðlegt og kaffi

Auður Ösp
Fimmtudaginn 29. september 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmund­ur Karl Snæ­björns­son, lækn­ir og sér­fræðing­ur í heim­il­is­lækn­ing­um bendir á í nýlegum fyrirlestri aðsýni fram á að rafsíga­rett­ur séu 95 prósent ör­ugg­ari heilsu fólks en hefðbundn­ar síga­rett­ur, og innihaldi jafnframt engin af þeim banvænu eiturefnum sem finna má í hefðbundnum sígarettum. Þá segir hann að samkvæmt sérfræðingum sé nikótín álíka skaðlegt og kaffi. Á meðan bendir Lára G . Sig­urðardótt­ir, lækn­ir og fræðslu­stjóri Krabba­meins­fé­lags Íslands á það að sjö krabba­meinsvald­andi efni, ásamt öðrum skaðleg­um efn­um, hafi fund­ist í rafsíga­rett­um. Morgunblaðið greinir frá.

Guðmundur og Lára voru meðal þeirra sem héldu erindi á morgunverðarfundi á vegum samtakanna Náum Áttum þar sem yfirskrift fundarins var „Rafrett­ur og munn­tób­ak – nýr lífs­stíll eða óvæg­in markaðssetn­ing?“ Fram kom í erindi Guðmund­ar að áhrif rafsíga­retta væru þau að fólk losnaði al­farið við reyk­inga­tengda sjúk­dóma. Hins vegar væri af­leidd­ur kostnaður fyr­ir heil­brigðis­kerfið vegna þeirra sjúk­dóma 40 millj­arðar króna á ári.

Þá benti hann á niðurstöður nýlegrar bandarískrar rannsóknar og sagði þær benda til þess að ungmenni væri í auknum mæli að færast frá hefðbundnum sígarettum yfir í rafsígarettur.

Lára var hins vegar ekki sammála Guðmuni varðandi skaðsemi nikótíns og benti á í erindi sínu að nikótín væri sterkt ávandabindandi efni, sem meðal annars valdi fósturskaða á meðgöngu. Þá sagði hún nikótínmagn í sígarettum oft meira en gefið væri upp.

„Rafsíga­rett­urn­ar eru biss­ness. Rann­sókn­ir sýna að ef ung­ling­ar sjá aug­lýs­ing­ar með þeim eru þeir lík­legri til að byrja að prófa“

sagði Lára einnig og þá benti hún á að rafsíga­rett­ur inni­halda nikó­tín sem sé unnið úr sömu lauf­um og tób­ak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina
Fréttir
Í gær

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásin á Yönu og fjölskyldu hennar – Emmanuel gekkst undir langa aðgerð í gær

Árásin á Yönu og fjölskyldu hennar – Emmanuel gekkst undir langa aðgerð í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi