fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð

Segist ekki tengjast herferðinni á neinn hátt – Sögð vera hryðjuverkamaður og skoðanakúgari í beinni útsendingu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. júlí 2016 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, skýtur fram spurningu þess efnis á Facebok-síðu sinni hvort Útvarp Saga ali á fordómum og hatri hjá fólki. Sjálf er Sema sökuð um að tengjast herferð þar sem auglýsendur eru hvattir til að sniðganga Útvarp Sögu. Í samtali við DV segist Sema Erla ekki koma nálægt herferðinni, þó hún fagni henni.

Eins og áður kom fram fór nýlega af stað herferð á samfélagsmiðlum þar sem auglýsendur á Útvarpi Sögu voru hvattir til að hætta að auglýsa á stöðinni. Yfir þúsund manns hafa stutt herferðina. Pressan greindi frá á dögunum. Herferðin fór af stað í kjölfar þess að annar eigandi stöðvarinnar sagði hælisleitendur hérlendis tilheyra hryðjuverkasamtökunum ISIS.

Sema, sem hefur verið dugleg við að gagnrýna þá sem hún telur ala á fordómum gagnvart innflytjendum, birti skjáskot af hatursfullum ummælum þar sem hún er sögð leggja fólk í einelti, „múslima djöfull“ og „Araba tussa.“

Mynd: Skjáskot/Facebook

Sjá nánar Sema Erla birtir hatursfull ummæli: „Ég hef áhyggjur af rasismanum sem er að festa sig í sessi í íslensku samfélagi“

Sjá nánar: Sema Erla hjólar í Bítið: Sagði þáttastjórnendur ala á ótta og hatri í garð múslima

Mynd: Skjáskot/Facebook

Í samtali við DV segir Sema að hún hafi verið kölluð hálftyrkneskur hryðjuverkamaður, skoðanakúgari og þöggunarkommúnisti svo eitthvað sé nefnt, í beinni útsendingu á Útvarpi Sögu.

„Sannleikurinn hefur ekki verið að vefjast fyrir í málflutningi stöðvarinnar og það á heldur ekki við hér. Þó ég telji herferðina ágætis leið til að vekja athygli á hatursáróðri og fordómum stöðvarinnar á ég ekki heiðurinn að henni,“ segir Sema, en segir samt sem áður þáttastjórnendur á stöðinni, sem og stuðningsmenn hennar hafa farið hamförum í skrifum og umræðum um sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill