fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Hótel Adam til rannsóknar vegna vinnumansals

Fleiri starfsmenn sagðir hafa leitað til lögreglu

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 21. maí 2016 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnumansalsmálið sem lögreglan hefur til rannsóknar átti sér stað á Hótel Adam á Skólavörðustíg. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hótelið komst í fréttirnar fyrr á árinu.
Seldu vatn á flöskum Hótelið komst í fréttirnar fyrr á árinu.

Greint var frá því í gær að konunni hefði verið haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu.

Hótelið sem um ræðir er Hótel Adam, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, en hótelið komst í fréttirnar fyrr á árinu vegna þess að það seldi gestum sínum kranavatn sem búið var að tappa á flöskur. Voru gestir hvattir til að drekka frekar vatnið úr flöskunum sem kostaði 400 krónur.

Konan sem fjallað var um í gær var sögð hafa verið látin gista í herbergi með yfirmanni sínum. Hún er sögð hafa fengið greiddar tæpar 60 þúsund krónur þrátt fyrir að hafa verið við vinnu nær alla daga mánaðarins.

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að fleiri starfsmenn hótelsins hafi leitað til lögreglu síðastliðna daga vegna gruns um að vera fórnarlömb mansals. Félagið sem heldur utan um reksturinn heitir R. Guðmundsson ehf. og er skráður eigandi þess Ragnar Guðmundsson. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ekki liggi fyrir hvort Ragnar tengist máliniu sjálfur, en hann mun vera staddur erlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði