fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Fréttir

Soldiers of Odin á Íslandi búnir að funda og komnir í einkennisbúning

Úr yfirlýsingu hópsins: „Til að gerast meðlimur þarftu að hafa náð 18 ára aldri. Meðlimir skulu meðvitaðir um þá hættu sem að þeim gæti stafað er þeir bera merki S.O.O. Ábyrgðin er alfarið hjá þeim sem ber merkin.

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. mars 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin Soldiers of Odin Iceland eru komnir í einkennisklæðnað auk þess sem hópurinn hefur þegar fundað. Samtal hópsins fer fram í lokuðum hóp á Facebook en einn af umsjónarmönnum síðunnar, og meðlimur í samtökunum, er Víðir „Tarfur“ Þorgeirsson. Sá var handtekinn í einni umfangsmestu lögregluaðgerð sögunnar árið 2012 þegar fjórir meðlimir vélhjólasamtakanna Outlaws voru handteknir.

Lögreglan sagðist þá hafa grun um að vélhjólasamtökin hygðust ráðast inn á heimili tilgreindra lögreglumanna. Þeir voru þó aldrei ákærðir fyrir þau brot. Alls voru sextán einstaklingar handteknir í aðgerðum lögreglunnar.

Forsvarsmaður Soldiers of Odin á Íslandi, Ólafur Friðriksson, sagði í samtali við DV fyrir nokkru að samtökin væru ekki glæpastarfsemi né mótorhjólasamtök. Þá sagði hann einnig að hópurinn hygðist ekki gera út á hatursáróður né níðast á fólki og gagnrýnir í raun Facebook-síðuna Hermenn Óðins sem hefur þótt umdeild fyrir áróður gegn múslimum.

Soldiers of Odin sækja fyrirmynd sína til Finna, en þar heldur hópur úti nokkurskonar „nágrannavörslu“ á götum úti. Hópurinn vill með því koma í veg fyrir ofbeldi að hálfu innflytjenda. Soldiers of Odin hafa svo sprottið upp víða í Evrópu, meðal annars Svíþjóð og Noregi.

Víðir var meðal annars úrskurðaður í gæsluvarðhald, en hann var aldrei dæmdur fyrir þær sakir sem hann var handtekinn fyrir.
Víðir Tarfur Þorgeirsson Víðir var meðal annars úrskurðaður í gæsluvarðhald, en hann var aldrei dæmdur fyrir þær sakir sem hann var handtekinn fyrir.

Mynd: Copyright:2011 – Geirix@pressphotos.biz

Í yfirlýsingu sem er að finna inn á íslensku síðunni kemur fram að ekki sé þörf á samskonar aðgerðum hér á landi, allavega ekki enn.

Þar segir hinsvegar um inntökuskilyrðin:

„Til að gerast meðlimur þarftu að hafa náð 18 ára aldri. Meðlimir skulu meðvitaðir um þá hættu sem að þeim gæti stafað er þeir bera merki S.O.O. Ábyrgðin er alfarið hjá þeim sem ber merkin.

Okkar aðal markmið er byggja upp hóp sem berst gegn innvæðingu Islam á Íslandi. Við viljum ekki að Ísland lendi í sömu hörmungum og nágranna lönd okkar.“

Síðar í pistlinum, sem er nokkurskonar manifesto hópsins segir:

„Soldiers of Odin í Finnlandi sjá um „nágranna“gæslu á götum Finnlands, en sem betur fer er ekki þörf fyrir slíkt hér ennþá. En ef að því kemur þá munum við vera með nágrannagæslu líka þegar það á við.

Hópurinn okkar ætlar að standa vörð um þjóðfélagið okkar. Með samstöðu og fundum munu raddir okkar að hafa áhrif.

Það er augljóslega þörf á hópi eins og Soldiers of Odin til að verja frelsi okkar. Frelsi er ekki sjálfgefið. Lögregla og yfirvöld eru komin í þá stöðu að vara konur við því að fara einar útúr húsi vegna fjölda árása sem hafa verið gerðar á konum er þær hætta sér út einar.“

Um 80 manns eru í hópnum á Facebook, þó gera megi ráð fyrir því að mun færri séu virkir í starfi hópsins. Á Facebook-síðu hópsins kemur fram að fyrsti fundurinn hafi ekki verið mjög fjölmennur.

Hér fyrir neðan má lesa stefnu hópsins eins og hún birtist á Facebook-síðu hópsins:

Hópurinn sækir í finnska fyrirmynd þegar kemur að Soldiers of Odin.
Soldiers of Odin í Finnlandi Hópurinn sækir í finnska fyrirmynd þegar kemur að Soldiers of Odin.

Soldiers of Odin Iceland, er nýr hópur á Íslandi.

Nafnið er fengið frá hóp í Finnlandi sem byrjaði á að kalla sig Soldiers of Odin, okkar hópur er undir sterkum áhrifum frá þeim. Nafn hópsins okkar og stefna Soldiers of Odin eru fengin frá Finnum.
Til að gerast meðlimur þarftu að hafa náð 18 ára aldri.

Meðlimir skulu meðvitaðir um þá hættu sem að þeim gæti stafað er þeir bera merki S.O.O.
Ábyrgðin er alfarið hjá þeim sem ber merkin.

Okkar aðal markmið er byggja upp hóp sem berst gegn innvæðingu Islam á Íslandi. Við viljum ekki að Ísland lendi í sömu hörmungum og nágranna lönd okkar.

Soldiers of Odin er EKKI:

Haturs hópur
Ekki alþjóðleg samtök (þrátt fyrir upptöku nafns á hópi okkar)
Ekki glæpastarfsemi eða mótorhjólasamtök
Hópur þessi gerir ekki útá haturs áróður né að níðast á fólki.

Hver og einn einstaklingur í okkar hóp má hafa sínar skoðanir og er ekki undir neinum sérstökum skilyrðum þrátt fyrir aðild að hóp okkar, þá er orð hans frjalst og engar kvaðir né sérstakar skyldur.

Soldiers of Odin í Finnlandi sjá um „nágranna“gæslu á götum Finnlands, en sem betur fer er ekki þörf fyrir slíkt hér ennþá. En ef að því kemur þá munum við vera með nágrannagæslu líka þegar það á við.

Hópurinn okkar ætlar að standa vörð um þjóðfélagið okkar. Með samstöðu og fundum munu raddir okkar að hafa áhrif.

Það er augljóslega þörf á hópi eins og Soldiers of Odin til að verja frelsi okkar. Frelsi er ekki sjálfgefið. Lögregla og yfirvöld eru komin í þá stöðu að vara konur við því að fara einar útúr húsi vegna fjölda árása sem hafa verið gerðar á konum er þær hætta sér út einar.

Eins og flestir vita hafa hrikalegir atburðir nýverið gerst í Skandinavíu/ Evrópu.

Yfirvöld eru sem beturfer að vakna upp við þessa vá við fólkið okkar og menningu, og munu vonandi banna byggingar á moskum í Evrópu. Bæjar yfirvöld í borginni Århus tóku af skarið og hættu við byggingu á stórri mosku eftir sjónvarps útsendingar Tv2 á þættinum bag sløret, þar sem leyndarmál voru afhjúpuð með falinni myndavél. Þátturinn sýndi hvað raunverulega gengur á í félögum múslima víðsvegar í Danmörku. Við höfum enga ástæðu til að ætla að það sé eitthvað öðruvísi hér.

Við Íslendingar erum enn sem komið er í þeirri stöðu að ógnin sem herjar á nágrannalönd okkar er ekki farin að herja á íslensku þjóðina, en allar viðvörunarbjöllur eru að hringja, við ætlum ekki að hunsa viðvaranir fólks víðsvegar að til íslensku þjóðarinnar, um hættuna sem fylgir fjölda innfluttningi fólks af ólíkum menningarsvæðum, áhættan er svipuð því að fara í Rússneska rúllettu.

Komum í veg fyrir að þær hörmungar sem herja á nágrannalönd okkar gerist hér líka, það getum við gert með því að standa vörð um landið okkar, menningu og þjóð. Stöðvum flóttamannastraumi til landsins. Það er hægt með samstöðu. En til þess að það sé hægt verða raddir okkar að heyrast. Rödd þín skiptir máli. Það skiptir öllu máli að vera með, og hjálpa til eins og hver og einn áorkar, í okkar hóp eru engar kvaðir.

Baraáttukveðjur Soldiers of Odin Iceland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“
Fréttir
Í gær

Lögregla fann gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík

Lögregla fann gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins III: Morðaldan náði hámarki og ný gögn komu fram í Geirfinnsmálinu

Sakamál ársins III: Morðaldan náði hámarki og ný gögn komu fram í Geirfinnsmálinu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Carlsen brjálaður og hætti í heimsmeistaramótinu í New York eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum

Carlsen brjálaður og hætti í heimsmeistaramótinu í New York eftir að hafa fengið sekt fyrir að tefla í gallabuxum