fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Flöskuvatnið á Hótel Adam kom úr krönum hótelsins

Gestum var ráðlagt að kaupa frekar vatnið á 400 krónur

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. mars 2016 13:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flöskuvatn sem eigandi Hótel Adam seldi gestum sínum á 400 krónur kom úr sömu krönum og gestir hótelsins höfðu verið varaðir við að drekka úr.

Frá þessu greinir RÚV en þetta fékkst staðfest hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

DV.is greindi frá málinu í febrúar, en það vakti athygli þegar myndir af sérmerktum vatnsflöskum birtust á samfélagsmiðlum. Var gestum boðið að kaupa tveggja lítra vatnsflösku á 400 krónur.

Gestum hótelsins var ráðlagt að drekka ekki vatnið úr krönum hótelsins. Rannsókn á vatninu úr krönum hótelsins leiddi ekkert óeðlilegt í ljós og samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðiseftirlitinu hefur eigandinn viðurkennt að hafa tappað á flöskurnar af krana á hótelinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði