fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Lögblindur maður rukkaður um 2,8 milljónir á Shooters

Segir gjaldfærslurnar gerðar í heimildarleysi og undirskriftir falsaðar – „Ég drakk bara nokkra drykki“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 15. janúar 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögblindur Bandaríkjamaður hefur kært eigendur skemmtistaðarins Shooters í Austurstræti fyrir að hafa gjaldfært tæpar þrjár milljónir út af kreditkortum hans þegar hann var að skemmta sér á staðnum í sumar. Hann segist hafa pantað sér nokkra drykki á barnum og búist við reikningi upp á um 20 þúsund íslenskar krónur en reikningurinn hafi hljóðað upp á rúmlega 22 þúsund dollara.

Fríið endaði með martröð

Colin O’Donohoe, sem er tónlistarstjórnandi frá New York, var staddur hér á landi í tveggja vikna leyfi. Að hans sögn átti hann gott frí hér á landi allt þar til hann vafraði inn á skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti 12a. „Þetta var síðasta kvöldið mitt og ég fór út að borða með vinum á nærliggjandi veitingastað,“ segir Colin í stuttu samtali við DV. Hann hafi síðan viljað skemmta sér áfram og farið inn á Shooters upp úr miðnætti, aðallega út af góðu tilboði á bjór á staðnum.

Stærstu færslurnar tvær  hljóða uppá 980 þúsund og voru gjaldfærðar með tveggja klukkustunda millibili. Mínútu eftir síðari færsluna var 240 þúsund króna færsla gjaldfærð. Colin segir undirskriftirnar falsaðar.
Kvittanir Stærstu færslurnar tvær hljóða uppá 980 þúsund og voru gjaldfærðar með tveggja klukkustunda millibili. Mínútu eftir síðari færsluna var 240 þúsund króna færsla gjaldfærð. Colin segir undirskriftirnar falsaðar.

Shooters er svokallaður kampavínsklúbbur þar sem viðskiptavinir greiða ákveðið gjald til að fá að spjalla við kvenfólk sem starfar á staðnum. Í umfjöllun Stundarinnar, síðastliðinn september, var fullyrt að nektardans færi fram á staðnum fyrir luktum tjöldum á efri hæð staðarins. Til þess að fara afsíðis með konu þyrfti að borga fyrir kampavín sem kostaði frá tuttugu þúsundum og allt upp í tæpa hálfa milljón króna. Í grein Stundarinnar var sýnt fram á tengsl milli Shooters og forvera staðarins VIP Club sem var í sama húsnæði. VIP Club var lokað af lögreglu vegna gruns um að vændi væri stundað á staðnum.

Er virtur tónlistarstjórnandi frá New York. Hann er lögblindur sökum hrörnunar augnabotna.
Colin O'Donohoe Er virtur tónlistarstjórnandi frá New York. Hann er lögblindur sökum hrörnunar augnabotna.

Segir undirskriftir falsaðar

„Ég drakk bara nokkra drykki á staðnum,“ segir Colin. Hann þvertekur fyrir að hafa keypt sér nektardans og hvað þá keypt vændi á staðnum. Hann segist hafa nokkrum sinnum reynt að greiða fyrir drykkina en verið tjáð að korti hans hafi verið hafnað. Þá hafi hann framvísað öðrum kortum. Alls voru teknir út 22.446 dollarar, um 2,8 milljónir, í fjölmörgum færslum af fjórum greiðslukortum í hans eigu.

Í kæru New-York búans, sem DV hefur undir höndum, heldur hann því fram að undirskriftirnar á kvittununum séu greinilega falsaðar og að skemmtistaðurinn hafi misnotað fötlun hans með refsiverðum hætti. O’Donohoe þjáist af hrörnun í augnbotni og hefur mjög takmarkaða sjón. Hann er bótaþegi og því setur meint athæfi skemmtistaðarins líf hans úr skorðum fjárhagslega. „Þetta hafði verulega slæmar afleiðingar fyrir mig og setti ljótan blett á ferðina. Ég efast um að ég geti hugsað mér að heimsækja Ísland aftur,“ segir Colin.

Rekstrarstjórinn hlaut dóm fyrir rekstur fjárhættuspila

Kæra O’Donohoe snýr að rekstrarfélagi Shooters sem heitir KFK ehf. og skráðum eiganda þess, Þórdísi Elvu Guðmundsdóttur. Í fyrrgreindri umfjöllun Stundarinnar var fullyrt að raunverulegur eigandi Shooters væri Lárus Jónsson, sonur Þórdísar Elvu. Einnig var fullyrt í greininni að rekstrarstjóri Shooters og forverans. VIP Club, væri Kristján Georg Jósteinsson en eistnesk eiginkona hans er vaktstjóri stúlknanna. Þau voru bæði dæmd til refsingar, ásamt samstarfsmanni, í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. nóvember síðastliðinn fyrir fjárhættuspil í gegnum P&P áhugamannafélag. Kristján hlaut 12 mánaða fangelsisdóm, þar af 9 mánuði skilborðsbundna en eiginkona hans hlaut 9 mánaða dóm, þar af 6 mánuði skilorðsbundna. Dómunum var áfrýjað. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist hvorki í Þórdísi Elvu né Kristján Georg við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Í gær

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“