fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Þekktir íslenskir karlmenn á Tinder

Auður Ösp
Sunnudaginn 21. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnumótaforritið Tinder hefur undanfarin ár notið sívaxandi vinsælda á meðal einhleypra Íslendinga í leit að félagsskap og hugsanlega lífsförunaut. Vinsældirnar virðast ekki ætla að fara minnkandi en forritið er í dag eitt af þeim af allra vinsælustu í netverslun App Store. DV tók saman dæmi um nokkra þekkta íslenska karlmenn sem hafa skráð sig á forritið og gætir þar ýmissa grasa.

Almar Steinn Atlason myndlistarnemi (25 ára)

Almar varð þjóðþekktur árið 2015 þegar hann dvaldi vikulangt í kassa í húsnæði Listaháskólans, nakinn og allslaus. Hann stundar nú nám á þriðja ári í myndlist við LHÍ og á eflaust eftir að vekja frekari athygli fyrir listsköpun sína í framtíðinni.

Valdimar Guðmundsson söngvari, lagahöfundur og básúnuleikari (32 ára)

Valdimar hefur fyrir löngu heillað þjóðina sem söngvari samnefndar hljómsveitar. Hann var andlit Reykjavíkurmaraþonsins árið 2016 og gerði aðdáunarverðar breytingar á lífsstíl sínum. Hann mun síðar í vetur reyna fyrir sér á leiklistarsviðinu en hann fer með hlutverk Eddie í uppsetningu Borgarleikhússins á Rocky Horror.

Mynd: Gunnar Gunnarsson

Sigfús Sigurðsson fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta (42 ára)

Flestir landsmenn kannast við þennan viðkunnanlega harðjaxl sem átti þátt í því að landa sigri karlalandsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Hann sagði skilið við boltann árið 2013 en hefur síðan þá stundað nám við Háskólann í Reykjavík og staðið vaktina í verslun Fiskikóngsins.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Gísli Rúnar Jónsson leikari, leikstjóri og handritshöfundur (64 ára)

Gísli Rúnar er einn ástsælasti leikari og grínari Íslands alveg frá því hann sló fyrst í gegn sem annar af Kaffibrúsakörlunum á áttunda áratug seinustu aldar. Þá muna ófáir eftir honum sem hrokafulla flugstjóranum Adolf í kvikmyndinni Stella í orlofi.

Róbert Óliver Gíslason leikari og tónlistarmaður (24 ára)

Róbert Óliver er útskrifaður úr hinum virta leiklistarskóla Stella Adler, Academy of Acting and Theater, í Los Angeles en svo skemmtilega vill til að hann er einnig sonur Gísla Rúnars. Róbert hefur einnig látið til sín taka á tónlistarsviðinu undanfarið þar sem hann notast við nafnið Royal Gíslason.

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður

Sölvi hefur í gegnum tíðina getið sér gott orð sem fjölmiðlamaður en hann er menntaður í sálfræði og fjölmiðlafræði og hefur meðal annars starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og á DV.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Hann stundar hugleiðslu af kappi auk þess sem hann hefur ferðast víða um heim en hann hefur undanfarna mánuði dvalið í Kaliforníu við handrita- og bókarskrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“