fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Ellý söðlar um, sýning og Slóvakía framundan

Elínborg Halldórsdóttir seldi unaðsreitinn á Akranesi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 22. september 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Elínborg Halldórsdóttir, eða Ellý í Q4U eins og hún er best þekkt, hefur búið á Akranesi í 15 ár. Síðustu níu ár hefur hún búið í húsi að Skólabraut, þar sem hún var búin að hreiðra vel um sig og dætur sínar, en núna hyggst hún breyta um stefnu í lífinu og flytja til Slóvakíu.

„Dóttir mín, Erna Gunnþórsdóttir, er í læknanámi í Slóvakíu og er að fara á fjórða ár og klára. Hún á einnig von á þriðja syninum, þannig að ég er að flytja til hennar og verð au-pair hjá henni,“ segir Ellý spennt fyrir nýjum ævintýrum. Tengdasonurinn, eiginmaður Ernu, Óli Rúnar Jónsson, og synirnir, Jón Ingi, 9 ára, og Gunnþór Elís, 8 ára, flytja hins vegar heim til Íslands.

Hafmeyjan horfir út á úfið haf í mynd Ellýjar.
Hafmeyjan horfir á hafið Hafmeyjan horfir út á úfið haf í mynd Ellýjar.
Myndir Ellýjar eru litríkar og fallegar.
Konur og hafið Myndir Ellýjar eru litríkar og fallegar.

Seldi allt úr garðinum

Á þeim níu árum sem Ellý hefur búið í húsinu við Skólabraut, hefur hún stöðugt verið að breyta og bæta í garðinum hjá sér. Var garðurinn einstakur sælureitur sem tók stöðugum breytingum samkvæmt sköpun Ellýjar. Í tilefni flutninganna tók hún sig hins vegar til og seldi allt úr garðinum.

„Ég seldi blóm, tré, blómapotta og skreytingar,“ segir Ellý. Í dag, föstudaginn 22. september, opnar hún síðan sýningu að Skólabraut 18 á Akranesi. „Þar verð ég með til sölu málverkin mín, jólaskraut sem ég hef búið til í nokkur ár og fleira. Ég stefni á að selja sem mest af því sem ég hef verið að vinna. Ég ætla að setja upp skemmtilega sýningu og vona að sem flestir komi, það er bara skemmtilegt að taka smá bíltúr upp á Akranes,“ segir Ellý, sem verður með sýninguna opna fram eftir næstu viku, og verður hún sú síðasta sem hún heldur á Íslandi, allavega í bili.

Málaðir stautar innan úr heyrúllum sem Ellý málaði á.
Litríkt garðskraut Málaðir stautar innan úr heyrúllum sem Ellý málaði á.
Málaðir stautar innan úr heyrúllum sem Ellý málaði á.
Listaverk úr stautum Málaðir stautar innan úr heyrúllum sem Ellý málaði á.
Tómatplöntur prýddu eldhúsið.
Hluti af garðinum inni Tómatplöntur prýddu eldhúsið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu

Leikarastéttin flykktist á óhugnanlega frumsýningu