fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fókus

Lögð í einelti á Ólafsfirði

Inga Sæland rifjar upp æskuna og segir frá hugsjónum Flokks fólksins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. ágúst 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Faðir minn var verkamaður og sjómaður, átti litla trillu, dagróðrabát, og hann vann fyrir heimilinu eins og þá tíðkaðist. Mamma var heima með okkur fjögur börnin. Jólagjafirnar hjá mér voru nytsamar; ullarsokkar, vettlingar og kannski smá nammi með, það voru ekki Barbie-dúkkur, skautar eða hjól eins og hjá sumum öðrum börnum. Það var aðallega þannig sem ég fann að við höfðum ekki mikið á milli handanna. Hins vegar var alltaf nægur matur, mamma gaf okkur hafragraut og lifrarpylsu á morgnana og það var heitur matur í hádeginu og á kvöldin. En ávextir voru þá meiri lúxus en nú er og sáust bara á jólunum. Ég saknaði þess stundum að fá oftar ávexti þegar ég fann til dæmis appelsínulykt í skólanum. Við fengum líka sjaldan ný föt og vorum ekkert sérstaklega að tolla í tískunni, allt var nýtt sem hægt var að nýta,“ segir Inga og bætir við hlæjandi dálitlu dæmi um umhyggjusemi móður sinnar: „Hún gaf okkur alltaf meðal gegn njálg á haustin þó að ekkert okkar hafi nokkurn tíma fengið njálg. Hún var mikið í forvörnunum, hún mamma.“

Þetta segir Inga Sæland í forsíðuviðtali við DV.Fimm mánaða gömul fékk Inga hlaupabólu með skelfilegum afleiðingum: „Ég fékk heilahimnubólgu upp úr því sem eyðilagði sjónstöðvarnar. Ég þekki ekki annað en að sjá mjög illa og er með tæplega 10 prósent sjón sem kallast lögblinda. Ég veit í rauninni ekki hvernig ég sé þótt ég sé stundum spurð um það, get ekki útskýrt það, þekki ekkert annað og er sátt við það, en mér finnst verst að vera í mikilli birtu því þá fæ ég alltaf ofbirtu. Ég sé best í hálfrökkri.“

Hvernig var að alast upp á Ólafsfirði?
„Í rauninni eru það algjör forréttindi að hafa fengið að alast upp í firðinum fagra, en ég var stundum lögð í einelti. Ég var alltaf með augun pírð út af því hvað ég sá illa, öll glennt í framan, og var strítt út af þessu. Það voru engin dökk gleraugu eða önnur úrræði fyrir sjónskerta krakka á þessum tíma. Svo skar ég mig líka úr á annan hátt, var mjög opin og alltaf syngjandi. Það er gert grín að börnum ef þau eru ekki eins og öll hin. En ég eignaðist frábærar vinkonur þegar ég óx úr grasi og það fékk mig til að gleyma fyrra áreiti. En eins og ég segi oft: Annaðhvort bugast maður eða rís upp undan áreiti, ég sjálf rís alltaf upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi
Fókus
Í gær

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“